Hjúkrunarheimilin vantar allt að tvo milljarða króna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. janúar 2016 18:39 Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira