Hjúkrunarheimilin vantar allt að tvo milljarða króna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. janúar 2016 18:39 Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli. Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Þungt hljóð var í stjórnendum hjúkrunarheimilanna í landinu á neyðarfundi sem haldinn var í dag vegna erfiðrar fjárhagsstöðu heimilanna. Þeir áætla að á þessu ári vanti allt að tvo milljarða króna til viðbótar í málaflokkinn svo hægt sé að koma í veg fyrir að skerða þurfi þjónustu við íbúana. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu héldu fund í dag til að fara yfir erfiða stöðu þeirra 45 hjúkrunarheimila sem eru víðs vegar um landið. „Það er frekar þungt hljóð og fjárhagsstaða þessara heimila margra hverra er orðin mjög þröng. Það er verið að tala um að skila heimilum til ríkisins,“ segir Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir rekstrarhalla vera hjá flestum hjúkrunarheimilunum. Til að geta haldið úti sömu þjónustu og er í boði í dag þurfi hjúkrunarheimilin aukið fjármagn. „Skýrsla Ríkisendurskoðunar sagði að árið 2013 vantaði milljarð. Það var miðað við óbreytta þjónustu. Nú eru einstaklingarnir sem eru að koma til okkar að verða þyngri og veikari. Þannig að við erum að veita meiri þjónustu þannig að ég gæti trúað að það væri einn og hálfur til tveir milljarðar á ári sem að vantar inni í málaflokkinn,“ segir Gísli. Á fundinum í dag var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu óskuðu eftir fundi með ráðherrum til að útbúa markvissa áætlun til að leysa vanda hjúkrunarheimilanna. Gísli segir að ef ríkið bregst ekki við og aukið fjármagn fæst í þennan málaflokk þá þurfi stjórnendurnir hugsanlega að grípa til aðgerða í vor eða haust. „Ef að ekkert verður að gert þá þarf annað hvort að skera verulega niður þjónustuna, sem að er svo sem alveg valmöguleiki, eða þá að auka við fjármagnið,“ segir Gísli. „Þetta er bara vandi sem þarf að leysa, verkefni sem þarf að leysa. Það þarf meiri pening. Hvort hann kemur allur frá ríkinu eða hvort hann komi að hluta til frá einstaklingunum sjálfum að meirihluta. Það er líka einhver hlutur sem þarf að ræða en það er eins og menn vilji ekki eða þori ekki að ræða það,“ segir Gísli.
Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira