Innlent

Hjólreiðamaðurinn látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn var á sextugsaldri.
Maðurinn var á sextugsaldri. Vísir
Hjólreiðamaðurinn sem varð fyrir bíl í Ártúnsbrekkunni í morgun er látinn. Þetta staðfestir lögregla við fréttastofu. Ekið var á manninn rétt hjá bensínstöð N1 um hálf sjö í morgun og var veginum til austurs lokað í einn og hálfan tíma á meðan lögreglan var að störfum.

Maðurinn sem lést var á sextugsaldri.

Lögreglan biður þá sem urðu vitni að slysinu að hafa samband í síma 444-1000. Einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á sigurdur.petursson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebooksíðu Lögreglunnar á hofuðborgarsvæðinu.

Karl á sextugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í morgun, en hann var á reiðhjóli sem bifreið ók á....

Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Monday, December 21, 2015

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×