Innlent

Hjóla meira en 200 kílómetra á dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hópurinn hjólar hundruð kílómetra þessa dagana.
Hópurinn hjólar hundruð kílómetra þessa dagana. mynd/ kjartan blöndahl
Hópur slökkviliðsmanna og fólks þeim tengdur er þessa dagana að hjóla hringinn í kringum landið. Þetta er gert til að reyna að vekja athygli á hjálmanotkun fullorðinna hjólreiðamanna. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, er með í för. Hann segir í samtali við Vísi að svo virðist sem börn og unglingar hafi náð að temja sér notkun reiðhjólahjálma en fólk yfir tvítugt sé ekki jafn gjarnt á að nota þá.

„Það virðist vera ansi oft sem menn gleyma reiðhjólahjálmum," segir Jón Viðar. Hann segist þekkja það af eigin raun að hjálmar skipti máli því hann hafi sjálfur flogið á hausinn og beinbrotið sig þegar hann var að undirbúa sig fyrir hringferðina. Þá komi sjúkraflutningamenn oft að slysum þar sem reiðhjól koma við sögu.

Ferðin hófst á laugardagsmorgun klukkan níu og þá var hjólað alla leið að Staðarskála. Í gær var svo hjólað á Akureyri og gist hjá slökkviliðinu þar. „Villtustu draumar eru að fara inn að Egilsstöðum í dag," segir Jón Viðar, en markmiðið er að hjóla 200 kílómetra eða meira á dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×