Lífið

Hjaltalín fékk loks afhenta gullplötu fyrir Enter 4

Stefán Árni Pálsson skrifar
Með því að koma Enter 4 í gull hafa allar hljóðversbreiðskífur Hjaltalín náð þeim áfanga.
Með því að koma Enter 4 í gull hafa allar hljóðversbreiðskífur Hjaltalín náð þeim áfanga. vísir/viðar
Hljómsveitin Hjaltalín hefur loksins fengið afhenta gullplötu sem viðurkenningu fyrir sölu á yfir 5.000 eintökum á plötunni Enter 4 sem kom út hjá Senu í lok árs 2012.

Reyndar eru nokkuð langt síðan að hljómsveitin náði þessum áfanga en beðið var með afhendingu þar til allir meðlimir sveitarinnar kæmu saman á Íslandi, en meðlimir Hjaltalín hafa verið fastir í öðrum verkefnum víða um heim.

Enter 4 var þriðja hljóðversbreiðskífa Hjaltalín og hlaut frábærar viðtökur bæði hér heima og erlendis. Sem dæmi má nefna að gagnrýnandi The Sunday Times kallaði plötuna meistaraverk og þá fékk hún verðlaun sem plata ársins hjá The Reykjavík Grapevine Music Awards.

Með því að koma Enter 4 í gull hafa allar hljóðversbreiðskífur Hjaltalín náð þeim áfanga, en fyrri plötur Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons og Terminal, hafa báðar selst í hátt í tíu þúsund eintökum.

Gullplötuafhendingin fór fram í æfingarhúsnæði Hjaltalín, Kolgeit, úti á Granda þar sem sveitin vinnur nú að nýrri plötu. Gert er ráð fyrir að platan komi út á næsta ári. Nýtt lag sveitarinnar, We Will Live For Ages, hefur einmitt nýlega tekið að hljóma á öldum ljósvakans og setur það tóninn fyrir það sem koma skal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×