Innlent

Hitamet frá árinu 1948 gæti fallið um helgina

Það styttist í vorið. Jibbí!
Það styttist í vorið. Jibbí!
Svo gæti farið að sextíu og fjögurra ára hitamet fyrir marsmánuð verði slegið um helgina en spáð er miklum hlýindum víða um land. Árið 1948 mældist hitinn 18,3 gráður á Sandi í Aðaldal. Um helgina er spáð 10 til 15 stiga hita norðan- og austanlands og segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, það ekki vera ólíklegt að hitametið falli. Mikil hlýindi hafa verið við Bretlandseyjar um skeið og spáir nú breska veðurstofan að hitaskilin verði komið komin norður við Ísland á aðfaranótt föstudags. Það er því ljóst að vorið er að gera boð á undan sér, nú strax í mars, eflaust við mikinn fögnuð Íslendinga.

Nánar á heimasíðu Einars Sveinbjörnssonar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×