Erlent

Hinsegin flóttafólk í kröggum í Evrópu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Í flóttamannabúðum víðs vegar um Evrópu stendur hinsegi flóttafólk í ströngu. Fólkið verður fyrir árásum og kynferðislegri misnotkun frá öðrum sem hafa flúið og halda til í flóttamannabúðum. Oft á tíðum neyðast þau til að yfirgefa búðirnar og skýlin.

Þrátt fyrir að engar opinberar tölu um fjölda atvika séu til hafa rannsakendur AP fréttaveitunnar fundið fjölmörg dæmi um ofbeldi gegn hinsegin flóttafólki í Hollandi, Þýskalandi, Spáni, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Oftast séu gerendur annað flóttafólk en einnig öryggisverðir og túlkar.

AP ræddi við Alaa Ammar, sem flúði frá Sýrlandi ásamt fjórum öðrum samkynhneigðum mönnum. Þegar þeim var komið fyrir í flóttamannamiðstöð í Hollandi, liðu einungis þrír klukkutímar þar til hópur fólks réðst að þeim.

„Eftir fimm mínútur fóru þau að horfa. Eftir tíu mínútur fóru þau að tala. Eftir klukkutíma komu þau til okkar,“ segir Ammar.

Einnig er rætt við forsvarsmann hagsmunasamtaka hinsegin fólks í Þýskalandi sem segir fjölda fólks hafa leitað til samtakanna. Fjöldi flóttamanna hafi gert hjálparstarfsmönnum erfitt um vik að koma fólkinu til hjálpar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×