Innlent

Hindruðu að barnaskóli fengi uppstoppaðan fálka að gjöf

Náttúrufræðistofnun kom í veg fyrir að starfsmaður fiskeldisstöðvarinnar Stofnfiskur í Kollafirði gæti gefið barnaskóla á Akranesi uppstoppaðan fálka.

Starfsmaðurinn sem hér um ræðir heitir Hjörtur Jónsson og hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við Náttúrufræðistofnum. Síðasta vetur fann Hjörtur dauðann fálka við fiskeldisstöðina og kallaði fulltrúa frá Náttúrufræðistofnun til eins og lög gera ráð fyrir.

Náttúrufræðistofnun úrskurðaði síðar að fálkinn hefði einfaldlega dáið eru elli. Í reglum segir að Náttúrufræðistofnun sé heimilt að afhenda finnanda fuglsins hræið til uppsetningar og varðveislu að lokinni rannsókn.

Hjörtur segir að hann hafi farið fram á að fá hræið afhent enda hafi hann ætlað að stoppa fálkann upp og gefa barnaskóla á Akranesi. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunnar hafi hinsvegar reytt stærstu fjaðrirnar af fálkanum áður en hann var afhentur. Því hafi ekkert orðið af gjöfinni.

Þess má geta að á uppboðssíðum eins og eBay er ekki hægt að kaupa uppstoppaðan íslenskan fálka á undir einni milljón króna þá sjaldan þeir bjóðast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×