Hin falska Þorláksbúð 28. mars 2012 09:00 Þann 6. janúar síðastliðinn boðaði Fornleifavernd ríkisins til upplýsingafundar um endurgerð, viðhald og varðveislu fornleifa. Til fundarins var öllum fornleifafræðingum landsins boðið og einnig öllum þingmönnum og mörgum embættismönnum enda nokkuð víst að fundurinn myndi snúast að miklu leyti um Þorláksbúðarmálið svokallaða. Og sú varð raunin. Ég ætla að leggja nokkur orði í belg um þetta sérkennilega mál og eingöngu fjalla um það út frá fornleifafræði og minjavernd. Fyrst vil ég þó taka fram að ég hef ekkert á móti smíði húsa sem eiga að minna okkur á liðna tíma, en ég geri mjög alvarlegar athugasemdir við að þessi hús séu smíðuð ofan í og á friðlýstum fornleifum og ekki síst þegar þau hafa engar tengingar við rústina sem undir er. Það á enginn að fá leyfi til slíkra framkvæmda nema við alveg sérstakar aðstæður, sem ekki voru fyrir hendi í Skálholti að mínu mati. Ekki kom vel fram á fundinum hver veitti leyfið til byggingarinnar og ekki heldur af hverju Fornleifavernd ríkisins taldi að loforð hafi legið fyrir um bygginguna fyrir tilkomu Fornlveifaverndarinnar 2001, en þá var það aðeins þáverandi fornleifanefnd sem gat veitt leyfi til rasks eða rannsókna á friðlýstum fornleifum, ekki skipulagsstjóri, ekki biskup, ekki húsavernd ríkisins, ekki byggingafulltrúi eða nokkur annar. Frá 2001 er það aðeins Fornleifavernd ríkisins sem getur veitt leyfi til rannsókna eða rasks á fornleifum. Eitt er ljóst, Fornleifavernd ríkisins veitti leyfi til fornleifarannsókna á staðnum árið 2009 og það hlýtur að hafa verið krafa frá þeirra hendi, sem einhverskonar mótvægisaðgerð, áður en húsið mátti rísa á staðnum. Þeim var með öðrum orðum kunnugt um að rask stæði til fyrst þeir fengu umsókn um rannsóknina. Sem sagt það er Fornleifavernd ríkisins fyrst og síðast sem ber ábyrgð á þessu máli. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar fóru fram viðamiklar rannsóknir í Skálholti og þá var Þorláksbúð könnuð lítillega, þó ekkert hafi birst um það opinberlega. Til eru handbækur norsks fræðimanns og þar koma fram sömu uppýsingar um Þorláksbúð og aflað var við fornleifarannsóknina 2009. Undir búðinni eru grafir og ógreinanlegt rústabrot sem ekkert meira er vitað um. Samkvæmt seinni rannsókninni 2009 voru 0,4 m niður á grafirnar og jafnvel enn minna niður á þær rétt utan við búðina. Aðeins hluti Þorláksbúðar var rannsakaður í bæði skiptin þannig að við vitum ekki hvernig hún leit nákvæmlega út og sú teikning sem birtist í skýrslunni 2009 sýnir nútíma endurhleðslu ofan á hinni eiginlegu rúst. Gaman væri að vita hver veitti leyfi til þeirrar hleðslu, því samkvæmt þeim þjóðminjalögum sem gilt hafa síðan 1989 að minnsta kosti er bannað að taka úr eða bæta við allar fornleifar sem eru friðaðar, þaðan af síður þær sem eru fríðlýstar, en munurinn er sá að öll mannvirki sem eru eldri en 100 ára eru friðuð, en þær fornleifar sem við teljum merkilegastar fyrir þjóðina höfum við friðlýst. Þorláksbúð er friðlýst eins og áður hefur komið fram. Þá kemur fyrsta atriðið sem ég gagnrýni og það er að veita leyfi yfirleitt til þessara framkvæmda með ekki umfangsmeiri kröfur um rannsóknir en þær sem fóru fram. Að sjálfsögðu hefði átt að rannsaka alla rústina, hið óræða rústabrot undir henni og allar grafirnar sem þarna eru undir. Skálholt er sögufrægur staður og sumir telja (og vissar heimildir eru þar um) að Gissur hvíti, faðir Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta biskups yfir landinu, hafi byggt sér kirkju á staðnum um 1000. Engar vísbendingar um slíkja kirkju hafa nokkurn tímann komið fram við framkvæmdir eða rannsóknir á staðnum og enginn getur útilokað að áðurnefnt rústabrot kunni að hafa verið tengt kirkju hans. Einnig er talið að Gissur sé grafinn í Skálholti, elsta kirkjugarðinum sem við vitum næsta lítið um. Bara með þessar hugmyndir hefði átt að krefjast ýtarlegra rannsókna og helst fullnaðarrannsókna. Fornleifaverndin heldur því fram að vegna þess að settur var púði yfir hinar eiginlegu fornleifar hafi verið gengið svo frá hnútunum að þær séu vel varðar. Þetta er býsna vafasamt skjól, jafvel skálkaskjól sem hefur þveröfug áhrif en ætlast er til. Þegar búið er að raska jarðlögum þarna fer ýmislegt af stað svo sem súrefni og grunnvatn og leiðir þær sem vatnið og súrefnið fara um jarðveginn breytast. Áhrif frosts geta breyst til hins verra og myndast geta alls kyns útfellingar á efnum í grunnvatninu auk efna sem fylgja þeirri nýbyggingu sem þarna var reist. Það þarf að leggja rafmagn, frárennslislagnir o.s.frv. og ekki er ósennilegt að þær fari lengra niður en 0,4 m og þá eru grafirnar í hættu, allavega einhverjar þeirra. Af hverju leiðir lagna í jörðu voru ekki kannaðar veit ég ekki, en slíkar leiðir voru grafnar til og frá húsinu. Leiðslur eiga það til að bila og jafnvel rofna og þá fer það út í jarðveginn sem í þeim er. Á Suðurlandi er yfirleitt súr jarðvegur og í slíkum jarðvegi varðveitast bein afar illa og því má ekkert út af bera svo að þau verði ekki að smjöri og hverfi jafnvel alveg. Það nægir ekki að hugsa til næstu 10 ára, það þarf að hugsa til nokkurra hundraða ára. Það er hlutverk minjavörslunnar. Þorláksbúð var aldrei rannsökuð til fulls, aðeins leitarskurðir hér og þar. Á slíkum niðurstöðum er ekki hægt að byggja tilgátuhús. Þá vill svo sérkennilega til að þeir aðilar sem að húsbyggingunni standa virðast halda að um tilgátuhús sé að ræða, en á fundinum kom skýrlega fram að Fornleifaverndin telur ekki svo vera, heldur sé um að ræða einskonar yfirbyggingu eða skýli líkt og á Stöng í Þjórsárdal. Í umræðunni í fjölmiðlum hafa heitin endurbygging, endurreisn, uppbygging, endurhlaða, eftirlíking og tilgátuhús verið nefnd. Ekkert af þessu á við um Þorláksbúð. Öll þessi hugtök kalla á að nýsmíðin sæki allar þær upplýsingar sem hægt er í það sem verið er að endurgera, endurreisa, byggja upp, endurhlaða, líkja eftir eða gera tilgátu um. Í ljós kom á fundinum að fyrirmynd Þorláksbúðar var sótt í skálann á Keldum á Rangárvöllum, en hann er talinn að stofni til vera frá því um 1200. Þarna er talsvert ósamræmi í málunum. Ekki má gleyma því að Þorláksbúð var upphaflega reist sem skemma, en ekki eins og híbýli fyrirmanna á stórbýli. Sá glæsileiki sem nú geislar af Þorláksbúð á trúlega vel við skála fyrirmanna á 13. öld, en ekki við skemmu á þeirri 16. Þetta myndi vera kallað sögufölsun í minni sveit. Önnur vafasöm atriði við bygginguna er að fornum verklagsháttum var ekki fylgt, notað var vélsagað timbur, nútíma einangrunarefni auk þeirra leiðslna í jörðu sem þóttu nauðsynlegar. Slík vinnubrögð eru ágæt svo langt sem þau ná, en þau eru ekki viðurkennd sem aðferð í tilgátugerð fyrri alda húsa hjá aðilum sem kenna sig við akademisk vinnubrögð. Að Fornleifavernd ríkisins hafi ekki gert meiri kröfur til fornleifarannsókna en raun bar vitni og bítur svo höfuðið af skömminni með því að leyfa byggingu einhvers húss sem í þessu tilviki á að vera einvherskonar endurgerð á Þorláksbúð frá 16. öld en varð að einhverskonar stælingu á skála frá allt öðrum tíma í allt annarri sveit. Bera menn ekki meiri virðingu fyrir menningararfinum en svo að það sé allt í lagi að byggja hvað sem er ofan á órannsökuðum fornleifum sem forverar okkar hafa friðlýst og væntanlega treyst því að ströngustu kröfur yrðu gerðar við hvert það rask sem menn kunna að vilja, þurfa eða óska eftir að gera á fornleifunum? Í þessu tilviki átti Fornleifaverndin einfaldlega að segja NEI. Er kirkjunni ekki meira annt um sinn eigin arf og okkar allra að henni finnist allt í lagi að smávægileg sögufölsun helgi einhvern tilgang sem felur í sér einhverja hugsanlega hagsmuni fyrir hana. Það fer ekki á milli mála að það er verið að stíla inn á ferðamenn og tekjur sem af þeim má hafa, og þá er allt leyfilegt hér á landi. Við Disneyvæðum menningararfinn af því að við græðum á því peninga! Er það virkilega svo heppilegt þegar allt kemur til alls? Halda menn virkilega að ferðamenn og aðrir sjái ekki í gegnum slíkt? Reyndar lýsti Fornleifavernd því yfir eftir miklar gagnrýnisraddir á fundinum að þeir sem stæðu að byggingunni yrðu að setja upp skilti á staðnum þar sem fram átti að koma að húsið væri ekki eftirlíking af Þorláksbúð svo gestir færu nú ekki að halda eitthvað annað. Þarna er með öðrum orðum verið að byggja ekki eftirlíkingu eða andeftirlíkingu af Þorláksbúð og ekki nóg með það, þarna er líka verið að byggja eitthvað annað en hús, heldur aðeins yfirbyggingu eða skýli yfir rústir samkvæmt Fornleifavernd ríkisins. Skálholtsstaður setur niður við þessa byggingu þar sem áhugamenn hafa fengið að leika lausum hala í skjóli slapprar minjavörslu. Það kemur svo sem höfundi ekki á óvart að minjavarslan geri því sem næst engar kröfur til þeirra sem fást við menningararfinn og sækja þurfa um leyfi til Fornleifaverndar ríkisins. Kröfurnar hafa ekki verið miklar og andstaða gegn því að auka þær hjá embættinu. Þessu þarf að breyta, auka þarf kröfur til þeirra sem fást við menningararfinn, því hann er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, en það er önnur saga. Að lokum er mér það hulin ráðgáta hvers vegna þessir einkaaðilar eða hagsmunaaðilar leituðu svo stíft eftir því að reisa húsið einmitt ofan á Þorláksbúð. Á fundinum heyrðist sú skýring að presti þætti oft vera svo mikill erill í kirkjunni að það hafi verið nauðsynlegt að byggja nýtt hús nálægt henni svo hann fengi vinnufrið. Þetta hlýtur að hafa verið sagt í gríni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þann 6. janúar síðastliðinn boðaði Fornleifavernd ríkisins til upplýsingafundar um endurgerð, viðhald og varðveislu fornleifa. Til fundarins var öllum fornleifafræðingum landsins boðið og einnig öllum þingmönnum og mörgum embættismönnum enda nokkuð víst að fundurinn myndi snúast að miklu leyti um Þorláksbúðarmálið svokallaða. Og sú varð raunin. Ég ætla að leggja nokkur orði í belg um þetta sérkennilega mál og eingöngu fjalla um það út frá fornleifafræði og minjavernd. Fyrst vil ég þó taka fram að ég hef ekkert á móti smíði húsa sem eiga að minna okkur á liðna tíma, en ég geri mjög alvarlegar athugasemdir við að þessi hús séu smíðuð ofan í og á friðlýstum fornleifum og ekki síst þegar þau hafa engar tengingar við rústina sem undir er. Það á enginn að fá leyfi til slíkra framkvæmda nema við alveg sérstakar aðstæður, sem ekki voru fyrir hendi í Skálholti að mínu mati. Ekki kom vel fram á fundinum hver veitti leyfið til byggingarinnar og ekki heldur af hverju Fornleifavernd ríkisins taldi að loforð hafi legið fyrir um bygginguna fyrir tilkomu Fornlveifaverndarinnar 2001, en þá var það aðeins þáverandi fornleifanefnd sem gat veitt leyfi til rasks eða rannsókna á friðlýstum fornleifum, ekki skipulagsstjóri, ekki biskup, ekki húsavernd ríkisins, ekki byggingafulltrúi eða nokkur annar. Frá 2001 er það aðeins Fornleifavernd ríkisins sem getur veitt leyfi til rannsókna eða rasks á fornleifum. Eitt er ljóst, Fornleifavernd ríkisins veitti leyfi til fornleifarannsókna á staðnum árið 2009 og það hlýtur að hafa verið krafa frá þeirra hendi, sem einhverskonar mótvægisaðgerð, áður en húsið mátti rísa á staðnum. Þeim var með öðrum orðum kunnugt um að rask stæði til fyrst þeir fengu umsókn um rannsóknina. Sem sagt það er Fornleifavernd ríkisins fyrst og síðast sem ber ábyrgð á þessu máli. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar fóru fram viðamiklar rannsóknir í Skálholti og þá var Þorláksbúð könnuð lítillega, þó ekkert hafi birst um það opinberlega. Til eru handbækur norsks fræðimanns og þar koma fram sömu uppýsingar um Þorláksbúð og aflað var við fornleifarannsóknina 2009. Undir búðinni eru grafir og ógreinanlegt rústabrot sem ekkert meira er vitað um. Samkvæmt seinni rannsókninni 2009 voru 0,4 m niður á grafirnar og jafnvel enn minna niður á þær rétt utan við búðina. Aðeins hluti Þorláksbúðar var rannsakaður í bæði skiptin þannig að við vitum ekki hvernig hún leit nákvæmlega út og sú teikning sem birtist í skýrslunni 2009 sýnir nútíma endurhleðslu ofan á hinni eiginlegu rúst. Gaman væri að vita hver veitti leyfi til þeirrar hleðslu, því samkvæmt þeim þjóðminjalögum sem gilt hafa síðan 1989 að minnsta kosti er bannað að taka úr eða bæta við allar fornleifar sem eru friðaðar, þaðan af síður þær sem eru fríðlýstar, en munurinn er sá að öll mannvirki sem eru eldri en 100 ára eru friðuð, en þær fornleifar sem við teljum merkilegastar fyrir þjóðina höfum við friðlýst. Þorláksbúð er friðlýst eins og áður hefur komið fram. Þá kemur fyrsta atriðið sem ég gagnrýni og það er að veita leyfi yfirleitt til þessara framkvæmda með ekki umfangsmeiri kröfur um rannsóknir en þær sem fóru fram. Að sjálfsögðu hefði átt að rannsaka alla rústina, hið óræða rústabrot undir henni og allar grafirnar sem þarna eru undir. Skálholt er sögufrægur staður og sumir telja (og vissar heimildir eru þar um) að Gissur hvíti, faðir Ísleifs Gissurarsonar, fyrsta biskups yfir landinu, hafi byggt sér kirkju á staðnum um 1000. Engar vísbendingar um slíkja kirkju hafa nokkurn tímann komið fram við framkvæmdir eða rannsóknir á staðnum og enginn getur útilokað að áðurnefnt rústabrot kunni að hafa verið tengt kirkju hans. Einnig er talið að Gissur sé grafinn í Skálholti, elsta kirkjugarðinum sem við vitum næsta lítið um. Bara með þessar hugmyndir hefði átt að krefjast ýtarlegra rannsókna og helst fullnaðarrannsókna. Fornleifaverndin heldur því fram að vegna þess að settur var púði yfir hinar eiginlegu fornleifar hafi verið gengið svo frá hnútunum að þær séu vel varðar. Þetta er býsna vafasamt skjól, jafvel skálkaskjól sem hefur þveröfug áhrif en ætlast er til. Þegar búið er að raska jarðlögum þarna fer ýmislegt af stað svo sem súrefni og grunnvatn og leiðir þær sem vatnið og súrefnið fara um jarðveginn breytast. Áhrif frosts geta breyst til hins verra og myndast geta alls kyns útfellingar á efnum í grunnvatninu auk efna sem fylgja þeirri nýbyggingu sem þarna var reist. Það þarf að leggja rafmagn, frárennslislagnir o.s.frv. og ekki er ósennilegt að þær fari lengra niður en 0,4 m og þá eru grafirnar í hættu, allavega einhverjar þeirra. Af hverju leiðir lagna í jörðu voru ekki kannaðar veit ég ekki, en slíkar leiðir voru grafnar til og frá húsinu. Leiðslur eiga það til að bila og jafnvel rofna og þá fer það út í jarðveginn sem í þeim er. Á Suðurlandi er yfirleitt súr jarðvegur og í slíkum jarðvegi varðveitast bein afar illa og því má ekkert út af bera svo að þau verði ekki að smjöri og hverfi jafnvel alveg. Það nægir ekki að hugsa til næstu 10 ára, það þarf að hugsa til nokkurra hundraða ára. Það er hlutverk minjavörslunnar. Þorláksbúð var aldrei rannsökuð til fulls, aðeins leitarskurðir hér og þar. Á slíkum niðurstöðum er ekki hægt að byggja tilgátuhús. Þá vill svo sérkennilega til að þeir aðilar sem að húsbyggingunni standa virðast halda að um tilgátuhús sé að ræða, en á fundinum kom skýrlega fram að Fornleifaverndin telur ekki svo vera, heldur sé um að ræða einskonar yfirbyggingu eða skýli líkt og á Stöng í Þjórsárdal. Í umræðunni í fjölmiðlum hafa heitin endurbygging, endurreisn, uppbygging, endurhlaða, eftirlíking og tilgátuhús verið nefnd. Ekkert af þessu á við um Þorláksbúð. Öll þessi hugtök kalla á að nýsmíðin sæki allar þær upplýsingar sem hægt er í það sem verið er að endurgera, endurreisa, byggja upp, endurhlaða, líkja eftir eða gera tilgátu um. Í ljós kom á fundinum að fyrirmynd Þorláksbúðar var sótt í skálann á Keldum á Rangárvöllum, en hann er talinn að stofni til vera frá því um 1200. Þarna er talsvert ósamræmi í málunum. Ekki má gleyma því að Þorláksbúð var upphaflega reist sem skemma, en ekki eins og híbýli fyrirmanna á stórbýli. Sá glæsileiki sem nú geislar af Þorláksbúð á trúlega vel við skála fyrirmanna á 13. öld, en ekki við skemmu á þeirri 16. Þetta myndi vera kallað sögufölsun í minni sveit. Önnur vafasöm atriði við bygginguna er að fornum verklagsháttum var ekki fylgt, notað var vélsagað timbur, nútíma einangrunarefni auk þeirra leiðslna í jörðu sem þóttu nauðsynlegar. Slík vinnubrögð eru ágæt svo langt sem þau ná, en þau eru ekki viðurkennd sem aðferð í tilgátugerð fyrri alda húsa hjá aðilum sem kenna sig við akademisk vinnubrögð. Að Fornleifavernd ríkisins hafi ekki gert meiri kröfur til fornleifarannsókna en raun bar vitni og bítur svo höfuðið af skömminni með því að leyfa byggingu einhvers húss sem í þessu tilviki á að vera einvherskonar endurgerð á Þorláksbúð frá 16. öld en varð að einhverskonar stælingu á skála frá allt öðrum tíma í allt annarri sveit. Bera menn ekki meiri virðingu fyrir menningararfinum en svo að það sé allt í lagi að byggja hvað sem er ofan á órannsökuðum fornleifum sem forverar okkar hafa friðlýst og væntanlega treyst því að ströngustu kröfur yrðu gerðar við hvert það rask sem menn kunna að vilja, þurfa eða óska eftir að gera á fornleifunum? Í þessu tilviki átti Fornleifaverndin einfaldlega að segja NEI. Er kirkjunni ekki meira annt um sinn eigin arf og okkar allra að henni finnist allt í lagi að smávægileg sögufölsun helgi einhvern tilgang sem felur í sér einhverja hugsanlega hagsmuni fyrir hana. Það fer ekki á milli mála að það er verið að stíla inn á ferðamenn og tekjur sem af þeim má hafa, og þá er allt leyfilegt hér á landi. Við Disneyvæðum menningararfinn af því að við græðum á því peninga! Er það virkilega svo heppilegt þegar allt kemur til alls? Halda menn virkilega að ferðamenn og aðrir sjái ekki í gegnum slíkt? Reyndar lýsti Fornleifavernd því yfir eftir miklar gagnrýnisraddir á fundinum að þeir sem stæðu að byggingunni yrðu að setja upp skilti á staðnum þar sem fram átti að koma að húsið væri ekki eftirlíking af Þorláksbúð svo gestir færu nú ekki að halda eitthvað annað. Þarna er með öðrum orðum verið að byggja ekki eftirlíkingu eða andeftirlíkingu af Þorláksbúð og ekki nóg með það, þarna er líka verið að byggja eitthvað annað en hús, heldur aðeins yfirbyggingu eða skýli yfir rústir samkvæmt Fornleifavernd ríkisins. Skálholtsstaður setur niður við þessa byggingu þar sem áhugamenn hafa fengið að leika lausum hala í skjóli slapprar minjavörslu. Það kemur svo sem höfundi ekki á óvart að minjavarslan geri því sem næst engar kröfur til þeirra sem fást við menningararfinn og sækja þurfa um leyfi til Fornleifaverndar ríkisins. Kröfurnar hafa ekki verið miklar og andstaða gegn því að auka þær hjá embættinu. Þessu þarf að breyta, auka þarf kröfur til þeirra sem fást við menningararfinn, því hann er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, en það er önnur saga. Að lokum er mér það hulin ráðgáta hvers vegna þessir einkaaðilar eða hagsmunaaðilar leituðu svo stíft eftir því að reisa húsið einmitt ofan á Þorláksbúð. Á fundinum heyrðist sú skýring að presti þætti oft vera svo mikill erill í kirkjunni að það hafi verið nauðsynlegt að byggja nýtt hús nálægt henni svo hann fengi vinnufrið. Þetta hlýtur að hafa verið sagt í gríni.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun