Enski boltinn

Heskey kominn til Bolton | Orðinn samherji Eiðs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heskey lék síðast í Ástralíu.
Heskey lék síðast í Ástralíu. vísir/getty
Enska B-deildarliðið Bolton Wanderers hefur samið við framherjann Emile Heskey. Hann gerði skammtímasamning við félagið, en hann hefur æft með því að undanförnu.

Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, þekkir vel til Heskeys en þeir voru samherjar hjá Leicester City á sínum tíma.

Heskey, sem lék síðast með ástralska liðinu Newcastle Jets, hefur verið lengi að, en þessi 36 ára gamli framherji spilaði með Leicester, Liverpool, Birmingham, Wigan og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Þá lék hann 62 landsleiki fyrir England og skoraði sjö mörk.

Ekki er langt síðan Bolton samdi við jafnaldra Heskeys, Eið Smára Guðjohnsen, en þeir félagar gætu myndað framherjapar liðsins á næstunni.

Bolton, sem er í 16. sæti B-deildarinnar, tekur á móti Blackburn Rovers á öðrum degi jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×