Innlent

Hert eftirlit með mansali

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, vill aukið eftirlit með vinnustöðum.

Gissur segir segir sér ekki koma á óvart að hátt í tuttugu manns hafi haft stöðu þolenda mansals á árinu.

Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að sumir verkamenn hafi ekki fengið laun, vegabréf hafi verið tekin af þeim og þeir greint frá ótta um aðstæður sínar.

„Það er ekkert annað en heimsóknir á vinnustaðina sem gilda til að ganga úr skugga um að það sé verið að borga laun, sem viðkomandi upplýsir okkur um að hann ætli að gera. Það fáum við oft ekki fram nema með beinu samtali og hreinlega hálfgerðum yfirheyrslum,“ segir forstjóri Vinnumálastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×