Enski boltinn

Herrera: Heppnin er ekki með okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Herrera og Marcos Rojo.
Herrera og Marcos Rojo. vísir/getty
Byrjun Man. Utd í ensku úrvalsdeildinni í vetur er sú versta í sautján ár. Spánverjinn Ander Herrera segir að lukkan hafi ekki verið í liði með United í vetur.

United er aðeins með 20 stig eftir 13 leiki. Liðið er búið að gera fjögur jafntefli í röð á heimavelli. Nú síðast gegn West Ham.

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Lukkan er svo sannarlega ekki með okkur. Það fellur ekkert með okkur. Við erum að spila vel og eigum skilið að vera með átta stigum meira en við höfum,“ sagði Herrera.

„Okkur líður eins og það sé stutt í að við komumst á skrið enda erum við alltaf betri en andstæðingurinn. Ég veit ekki hvenær lukkan verður með okkur í liði. Þetta er samt ekki spurning um heppni heldur sanngirni. Ef við nýttum helming færa okkar þá myndum við vinna alla leiki 4-1.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×