Innlent

Herra Karl Sigurbjörnsson predikar í miðnæturmessu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/GVA
Herra Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands, predikar við miðnæturmessu í Dómkirkjunni í kvöld eins og hann hefur gert frá aldamótum.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðakórinn syngja í messunni undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.





mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Við Þorgerður tókum upp á þessu samstarfi um aldamótin og eftir að ég lét af biskupsembætti var ákveðið að ég myndi halda þessu áfram, að minnsta kosti til að byrja með,“ segir Karl. Hann segir þetta afskaplega ánægjulegt og kórarnir hennar Þorgerðar séu einstakir.

„Unga fólkið hefur einstakan tón sem Þorgerður laðar fram,“ segir Karl.

Messan byrjar klukkan 23:30 en hefðbundin jólamessa er í kirkjunni klukkan 18. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur í Dómkirkjunni mun messa og predika í jólamessunni.

Þeirri messu er útvarpað. Karl segir að fyrir mörgum hefjist jólin þegar þeir heyra í jólamessunni, hún ljúki upp jólahátíðinni fyrir þjóðinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×