Lífið

Herra Hnetusmjör pollrólegur í spurningakeppni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Lið Menntaskólans í Kópavogi og lið Verzlunarskóla Íslands etja kappi í þriðja þætti í spurningakeppni framhaldsskólanna, Hvert í ósköpunum er svarið?

Liðin reyna að heilla umsjónarmann þáttanna, Níels Thibaud Girerd, sem betur er þekktur sem Nilli, upp úr skónum með misjöfnum árangri.

Eins og fram hefur komið í þáttunum hefur Nilli miklar áhyggjur af greindarvísitölu framhaldsskólanema hér í landi og því reynir hann á sinn hátt að miðla fróðleik sínum til nemenda framhaldsskóla hér á eyjunni litlu.

Lið Menntaskólans í Kópavogi skipa Herra Hnetusmjör, Hilma Sól og Natalía Blær Jóhannesdóttir. Í liði Verzlunarskóla Íslands eru Dóra Björg Árnadóttir, Jakob Helgi Bjarnason og Axel Ívarsson. Aðrir sem koma fram í þættinum eru Þorkell Diego, yfirkennari Verzlunarskóla Íslands, Arnar Örn Ingólfsson, formaður nemendafélags MK og Arnór Björnsson, nemandi í Verzló.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×