Erlent

Herinn ræðst á aðskilnaðarsinna í Donetsk

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Úkraínski herinn hefur nú gert áhlaup á borgina Donetsk og er þetta í fyrsta sinn síðan MH17 var skotin niður, sem til átaka kemur á milli aðskilnaðarsinna og hersins. Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í borginni segir herinn hafa gert árás með að minnsta fjórum skriðdrekum og brynvörðum bílum.

Samkvæmt Guardian hefur talsmaður hersins staðfest að árás hafi verið gerð en vill ekkert segja til um fjölda hermanna.

Blaðamaður BBC sem er í Donetsk sagði frá því nýlega á Twitter að þrír borgara hafi fallið þegar eldflaug lenti á leikvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×