Helmingur telur refsingar í al-Thani málinu of vægar Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. júní 2015 07:00 Prófessor Helgi Gunnlaugsson segir niðurstöður rannsóknarinnar koma nokkuð á óvart Fréttablaðið/vilhelm Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri. Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Fjörutíu og sex prósent landsmanna telja að sakborningar í al-Thani málinu hafi fengið of væga dóma. Þetta kemur fram í rannsókn sem Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vinnur að ásamt Jónasi Orra Jónassyni félagsfræðingi. Í al-Thani málinu voru þrír stjórnendur Kaupþings og einn aðaleigandinn dæmdir í fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Þyngsta refsingin var fangelsi í fimm og hálft ár og sú vægasta fjögurra ára. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands sá um framkvæmd rannsóknarinnar.„Þetta kom mér á óvart. Ég bjóst við því að margir myndu segja að þetta væru hæfilega þungir dómar,“ segir Helgi. Hann bendir á að einstaklingarnir sem þarna um ræðir hafi mátt þola ýmislegt í íslensku samfélagi. Þeir hafi orðið fyrir miklum álitshnekki sem megi líta á sem refsingu. „Þeir hafa þurft að búa við það í næstum sjö ár og síðan loksins eftir rúmlega sex ár þá kemur dómur upp á fleiri ár í fangelsi. Það sýnir að það er reiði í samfélaginu og menn kenna þessum toppum í bönkunum um hvers vegna svona illa fór fyrir okkur Íslendingum.“ Menn fókuseri svolítið á það að bankamennirnir hafi verið ráðandi í því hversu illa fór fyrir okkur árið 2008. Helgi segist hafa búist við því að fleiri myndu segja að dómarnir væru hæfilega þungir og jafnvel að einhverjir myndu segja að þetta væri of þungt. Hann segir þessa dóma þunga í alþjóðlegu samhengi. „Ísland er að stíga þarna skref sem aðrar þjóðir hafa ekki gert í sama mæli,“ segir hann. Hann tekur Norðurlöndin sem dæmi, þar sem miklar bankakrísur voru upp úr 1990.Eftirtekt á alþjóðavísu Helgi segir dómana vekja eftirtekt á alþjóðavísu og búast megi við fleiri dómsuppsögum. Mál á hendur stjórnendum Glitnis og Landsbankans bíði eftir afgreiðslu í dómskerfinu. „Og þarna er komið fordæmi sem fer væntanlega yfir á Glitni og Landsbankann,“ segir hann. Þá segir Helgi að það hafi líka komið á óvart að flestir, eða um 36 prósent aðspurðra, telji efnahagsbrot vera alvarlegustu brotin. Helgi segir að lengst af frá árinu 1989, þegar hann gerði fyrst slíka rannsókn, hafi fíkniefnabrot verið alin alvarlegust. „Árið 2013 voru miklar áhyggjur af kynferðisbrotum gagnvart börnum en efnahagsbrotin voru þarna líka.“ Þessi mæling, árið 2015, sé sú fyrsta þar sem flestir hafi áhyggjur af efnahagsbrotum. Helgi segir að mun fleiri nefni efnahagsbrot sem alvarlegustu brot eftir hrun en fyrir bankahrunið. „Þetta byrjar að stíga eftir hrun og núna eru flestir sem nefna það.“Aðferðafræði rannsóknarinnar Mælingin var gerð í apríl 2015 af Félagsvísindastofnun HÍ fyrir Helga Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stuðst var við úrtak um 1.200 manns úr þjóðskrá, 18 ára og eldri, og svörun var um 60 prósent. Þess var gætt að svörin endurspegluðu samsetningu þjóðarinnar á fullnægjandi hátt eftir kyni, aldri og búsetu og því er hægt að alhæfa um niðurstöðurnar á þjóðina alla 18 ára og eldri.
Tengdar fréttir Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Sjá meira
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00