Innlent

Helmingur landsmanna hefur heimsótt Hörpu

Mynd/Stefán
Rúmur helmingur landsmanna hefur heimsótt Hörpu, tónlistar og ráðstefnuhúsið við höfnina í Reykjavík, ef marka má skoðannakönnun sem MMR hefur gert. Nokkur munur er á heimsóknum eftir búsetu fólks en um sjötíu prósent þeirra sem búa á landsbyggðinni hafa enn ekki kíkt á húsið.

Þegar litið er á erindi fólks í Hörpuna kemur í ljós að tæp 35 prósent höfðu sótt viðburði í húsinu og tæp átján prósent höfðu aðeins komið þangað í þeim eina tilgangi að skoða bygginguna. Tæplega helmingur aðspurðra hafði hinsvegar ekki enn komið í húsið yfirhöfuð.

Þá voru svörin einnig breytileg eftir þjóðfélagshópum. Fleiri konur en karlar hafa komið í Hörpu, tekjuhærri einstaklingar hafa frekar heimsótt húsið og yngra fólk er líklegra til þess að hafa farið í húsið en þeir sem eldri eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×