Helmingi færri vilja fara í kennaranám María Lilja Þrastardóttir skrifar 14. maí 2013 10:45 Grunnskólabörn í útikennslu. Mynd/GVA Heildarfjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið um helming á sex árum, frá 2006. Aðeins 203 sóttu um skólavist í fyrra. Þá var 13 hafnað um skólavist en 156 árið 2003. Námið var lengt árið 2011 og nær nú á meistarastig. Þá hafa launin ekki hækkað í samræmi við menntun. „Við viljum trúa því að botninum hafi verið náð,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti kennaradeildar. Árið 2012 sóttu 203 um einhverja af þremur námsleiðum grunnskólakennslu í kennaradeild Háskóla Íslands. Til samanburðar sóttu 419 manns um sams konar nám árið 2006. Aðeins 13 var hafnað um skólavist í fyrra en 156 árið 2003. Farið var í undirbúningsvinnu við breytingar á náminu árið 2006 og var námsleiðum síðan breytt árið 2011 og grunnskólakennslan sundurliðuð sama ár. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir. Þá var námið einnig lengt um tvö ár og aðeins boðið upp á kennsluréttindi á meistarastigi. Fari fram sem horfir mun lítil endurnýjun eiga sér stað innan stéttarinnar. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildarinnar, Kennó, segir það ekki hafa verið mistök að lengja námið. Þó hefðu laun þurft að hækka í samræmi við auknar námskröfur. „Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari gríðarlegu fækkun en mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins,“ segir Ólöf Rut. Anna Kristín segir margar ástæður liggja að baki en launakjör spili þar stóran þátt. „Hér áður fóru margir í kennaranám þar sem það var þverfaglegt en það fólk var ekki endilega að skila sér í starfið.“ Anna Kristín segist óttast litla nýliðun einnig á meðal leikskólakennara. Umsóknum hafi þar einnig fækkað mjög. Í fyrra sóttu 63 um í deildina, til samanburðar sóttu 204 um árið 2006. „Það sem er brýnast núna er að hækka launin í stéttinni. Það gefur augaleið að fólk velur sér síður langt nám fyrir léleg laun,“ segir Anna Kristín. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Heildarfjöldi umsókna í kennaranám hefur hrunið um helming á sex árum, frá 2006. Aðeins 203 sóttu um skólavist í fyrra. Þá var 13 hafnað um skólavist en 156 árið 2003. Námið var lengt árið 2011 og nær nú á meistarastig. Þá hafa launin ekki hækkað í samræmi við menntun. „Við viljum trúa því að botninum hafi verið náð,“ segir Anna Kristín Sigurðardóttir, deildarforseti kennaradeildar. Árið 2012 sóttu 203 um einhverja af þremur námsleiðum grunnskólakennslu í kennaradeild Háskóla Íslands. Til samanburðar sóttu 419 manns um sams konar nám árið 2006. Aðeins 13 var hafnað um skólavist í fyrra en 156 árið 2003. Farið var í undirbúningsvinnu við breytingar á náminu árið 2006 og var námsleiðum síðan breytt árið 2011 og grunnskólakennslan sundurliðuð sama ár. Nú er boðið upp á þrjár námsleiðir. Þá var námið einnig lengt um tvö ár og aðeins boðið upp á kennsluréttindi á meistarastigi. Fari fram sem horfir mun lítil endurnýjun eiga sér stað innan stéttarinnar. Ólöf Rut Halldórsdóttir, kennaranemi og formaður nemendafélags kennaradeildarinnar, Kennó, segir það ekki hafa verið mistök að lengja námið. Þó hefðu laun þurft að hækka í samræmi við auknar námskröfur. „Ég veit ekki alveg hvað veldur þessari gríðarlegu fækkun en mín ágiskun er sú að þetta sé vegna lengingar námsins og lélegra kjara. Það er ekki boðið upp á laun í samræmi við lengd námsins,“ segir Ólöf Rut. Anna Kristín segir margar ástæður liggja að baki en launakjör spili þar stóran þátt. „Hér áður fóru margir í kennaranám þar sem það var þverfaglegt en það fólk var ekki endilega að skila sér í starfið.“ Anna Kristín segist óttast litla nýliðun einnig á meðal leikskólakennara. Umsóknum hafi þar einnig fækkað mjög. Í fyrra sóttu 63 um í deildina, til samanburðar sóttu 204 um árið 2006. „Það sem er brýnast núna er að hækka launin í stéttinni. Það gefur augaleið að fólk velur sér síður langt nám fyrir léleg laun,“ segir Anna Kristín.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira