FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 23:36

1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum

FRÉTTIR

Helgarveđriđ: Sunnan gola en fremur kalt

 
Innlent
10:02 04. MARS 2016
Spákort Veđurstofunnar á hádegi á morgun
Spákort Veđurstofunnar á hádegi á morgun

Veðurstofan spáir ágætis veðri um helgina en í dag verður hæg vestanátt og dálítil él en léttskýjað austanlands. Frost verður á bilinu 2-12 stig en hiti 0-5 stig sunnan-og vestanlands yfir hádaginn. Þá veður sunnan gola á morgun, dálítil él sunnan til en annars bjart veður þó áfram verði kalt.

Annað kvöld er síðan spáð suðaustan 8-13 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu á Suður-og Vesturlandi. Þá verða víða él á sunnudag og vægt frost en rigning eða slydda suðaustanlands. Á mánudag gengur hann síðan í allhvassa suðaustanátt með vætu og hlýnandi veðri en úrkomulítið verður norðaustan til á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Hæg sunnanátt og stöku él, en léttskýjað NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig SV-lands, annars 0 til 8 stiga frost. Sunnan 8-13 metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.

Á sunnudag:
Vestan 8-13 metrar á sekúndu, él og vægt frost, en S-lægari og slydda eða rigning SA-lands.

Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt og skúrir eða él. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt og él, en úrkomulítið A-lands. Vægt frost.

Á fimmtudag:
Snýst líklega í norðaustanátt með slyddu eða snjókomu víða um land.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Helgarveđriđ: Sunnan gola en fremur kalt
Fara efst