Erlent

Héldu samstöðufund í stað samkvæmis

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Jodie Foster er tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi.
Jodie Foster er tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi. vísir/afp
Leikararnir Jodie Foster og Michael J. Fox leiddu í gær mótmæli gegn Donaldi Trump Bandaríkjaforseta. Skipuleggjendur ákváðu að halda samstöðufundinn í stað samkvæmis fyrir Óskarsverðlaunahátíðina, líkt og hefð er fyrir. Hátíðin fer fram í Los Angeles á morgun.

Mótmælin báru yfirskriftina „Sameinaðar raddir“ og voru haldin af umboðsskrifstofunni United Talent Agency. Jodie Foster, sem sagðist sjaldan tjá sig opinberlega,  sagði að nú sé tími til að láta í sér heyra.

Fox tók í svipaðan streng. „Við erum þau heppnu,“ sagði hann og bætti við að hann vildi deila örlitlu af þeirri heppni með flóttafólki sem komi til Bandaríkjanna. Þá sagði Fox að eðlilegt sé af fólki, sem notið hafi mikillar góðvildar, að finna til borgaralegrar eða alþjóðlegrar skyldu þegar komi að málefnum flóttamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×