Innlent

Heittrúaður færeyskur þingmaður neitar að snæða með Jóhönnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Færeyska þingmanninum Jenis av Rana finnst Jóhanna ögra Færeyingum. Mynd/ Klemens Ólafur Þrastarson.
Færeyska þingmanninum Jenis av Rana finnst Jóhanna ögra Færeyingum. Mynd/ Klemens Ólafur Þrastarson.

Jenis av Rana, formaður Miðjuflokksins í Færeyjum og þingmaður á færeyska Lögþinginu, neitar að mæta til kvöldverðarboðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og Jónínú Leósdóttur sem að Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja hefur boðað til.



Á vefnum Vagaportalurin segist Jenis ekki leggja það í vana sinn að fara út á kvöldin án konunnar sinnar. Hann ætli því að vera heima hjá henni. Þetta sé alls ekki ný afstaða hjá honum og þurfi ekki að koma á óvart.



En Jenis bætur um betur og segir að heimsókn Jóhönnu Sigurðardóttur með Jónínu eiginkonu sinni sé beinlínis ögrun og alls ekki í takti við kennisetningar Biblíunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×