Erlent

Heimsmeistari í „dildó-kubbi“ krýndur á föstudaginn

Atli Ísleifsson skrifar
Reglurnar í gervilims-kubbi eru sambærilegar þeim í hefðbundnu kubbi, nema hvað að kubbunum hefur verið skipt út fyrir gervilimum.
Reglurnar í gervilims-kubbi eru sambærilegar þeim í hefðbundnu kubbi, nema hvað að kubbunum hefur verið skipt út fyrir gervilimum. Vísir/Getty
Heimsmeistaramótið í gervilims-kubbi fer fram í Stokkhólmi þessa dagana í tilefni af Pride-vikunni.

Reglurnar eru sambærilegar þeim í hefðbundnu kubbi, nema hvað að kubbunum hefur verið skipt út fyrir gervilimum og kónginum í miðjunni fyrir stærðarinnar „rassatappa“.

Keppnin fer fram á þaki Menningarhússins í miðborg Stokkhólms. „Riðlakeppnin stendur yfir til fimmtudags og við gerum ráð fyrir að krýna heimsmeistara síðdegis á föstudaginn,“ segir Tobias Lundqvist, forsvarsmaður keppninnar.

Tobias segir tæknina sem menn notast við þegar þeir kasta vera svolítið ólíka þeirri í hefðbundnu kubbi. „Já, tæknin er allt önnur þar sem þeir skoppa.“

Í frétt Expressen segir að sænska kynlífshjálpartækjabúðin Oliver&Eva bjóði nú upp á sérstakt gervilimskubbsett í tilefni af keppninni. Það sé þó í dýrari kantinum og kostar um 55 þúsund íslenskar krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×