Heimsborg er frjálslynd borg Hildur Sverrisdóttir skrifar 28. maí 2014 08:00 Allar borgir sem vilja kalla sig heimsborgir eiga sameiginlegt að þar býr alls konar fólk. Borg er ekki einsleitt samfélag eins og víða í sveitum heldur suðupottur ólíkra hópa og viðhorfa. Í blómlegum borgum ríkir eðli máls samkvæmt talsvert umburðarlyndi og frjálslyndi íbúa hverra gagnvart öðrum. Reykjavík er ekki fjölmenn í samanburði við stórborgir heims. En Reykjavík er stórborg ef horft er til þess að hér er rými fyrir alls konar fólk með ólíkar skoðanir, menningarbakgrunn, lífsstíl, kynhneigð, trúarbrögð og hvaðeina. Og í Reykjavík búa bókstaflega næstum því allra þjóða kvikindi. Þetta er í senn helsti styrkleiki höfuðborgarinnar og aðalkosturinn við að búa í Reykjavík. Á grunni frjálslyndra viðhorfa og réttar hvers einstaklings til að ráða sér sjálfur byggist besta vörnin gegn fordómum og fávisku öfgaafla sem ala á hatri gagnvart þeim sem ekki falla að íhaldssömum og úreltum skoðunum um einsleitt samfélag. Borgarkerfið okkar verður að taka mið af því að í borg býr alls konar fólk með ólíkar þarfir og væntingar, mismunandi siði og venjur. Sumir vilja búa þétt, aðrir dreift, sumir smátt og aðrir stórt. Sumir vilja eiga, aðrir leigja. Sumir vilja aka til vinnu eða skóla, aðrir ganga, hjóla eða taka strætó. Við eigum að leyfa fólki að eiga raunverulegt val um búsetuform og samgöngumáta.Fögnum fjölbreytninni Sumir ungir foreldrar vilja smábarnaleikskóla, aðrir dagmömmu, enn aðrir vera heima. Sumir vilja setja börnin sín í hverfisskólann, aðrir í sjálfstæðan skóla. Aldraðir kunna að vilja flytja á dvalarheimili, en við eigum líka að geta gert þeim kleift að búa lengur heima með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðalatriðið er að borgin tryggi valfrelsi íbúanna og reyni ekki að ráða fyrir fólk. Ef aðrir en stofnanir borgarinnar eru best til þess fallnir að veita þjónustuna á að semja um það. Við eigum að fagna fjölbreytninni og virða frelsi fólks til orðs og æðis og að iðka trú sína og siði, svo fremi að ekki sé gengið á rétt annarra. Við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast og læra tungumálið, en líka að viðhalda færni í eigin móðurmáli. Við eigum að flykkjast í gleðigöngu og sýna stuðning við ást jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Við eigum að taka vel á móti flóttamönnum og hælisleitendum, sem vilja gera Reykjavík að sinni nýju heimaborg. Reykjavík er full af áberandi kirkjum sem bera okkar kristna arfi fallegt vitni. Við eigum að fagna því að eignast tilbeiðsluhús fleiri trúarbragða, sem sýna að hér er trúfrelsið í hávegum haft og allir jafnréttháir. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálslyndis og einstaklingsfrelsis. Á þeim grunni er best að stýra borg sem ætlar að vera heimsborg; fjölbreytt, víðsýn, frjáls og opin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Hildur Sverrisdóttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Allar borgir sem vilja kalla sig heimsborgir eiga sameiginlegt að þar býr alls konar fólk. Borg er ekki einsleitt samfélag eins og víða í sveitum heldur suðupottur ólíkra hópa og viðhorfa. Í blómlegum borgum ríkir eðli máls samkvæmt talsvert umburðarlyndi og frjálslyndi íbúa hverra gagnvart öðrum. Reykjavík er ekki fjölmenn í samanburði við stórborgir heims. En Reykjavík er stórborg ef horft er til þess að hér er rými fyrir alls konar fólk með ólíkar skoðanir, menningarbakgrunn, lífsstíl, kynhneigð, trúarbrögð og hvaðeina. Og í Reykjavík búa bókstaflega næstum því allra þjóða kvikindi. Þetta er í senn helsti styrkleiki höfuðborgarinnar og aðalkosturinn við að búa í Reykjavík. Á grunni frjálslyndra viðhorfa og réttar hvers einstaklings til að ráða sér sjálfur byggist besta vörnin gegn fordómum og fávisku öfgaafla sem ala á hatri gagnvart þeim sem ekki falla að íhaldssömum og úreltum skoðunum um einsleitt samfélag. Borgarkerfið okkar verður að taka mið af því að í borg býr alls konar fólk með ólíkar þarfir og væntingar, mismunandi siði og venjur. Sumir vilja búa þétt, aðrir dreift, sumir smátt og aðrir stórt. Sumir vilja eiga, aðrir leigja. Sumir vilja aka til vinnu eða skóla, aðrir ganga, hjóla eða taka strætó. Við eigum að leyfa fólki að eiga raunverulegt val um búsetuform og samgöngumáta.Fögnum fjölbreytninni Sumir ungir foreldrar vilja smábarnaleikskóla, aðrir dagmömmu, enn aðrir vera heima. Sumir vilja setja börnin sín í hverfisskólann, aðrir í sjálfstæðan skóla. Aldraðir kunna að vilja flytja á dvalarheimili, en við eigum líka að geta gert þeim kleift að búa lengur heima með einstaklingsmiðaðri þjónustu. Aðalatriðið er að borgin tryggi valfrelsi íbúanna og reyni ekki að ráða fyrir fólk. Ef aðrir en stofnanir borgarinnar eru best til þess fallnir að veita þjónustuna á að semja um það. Við eigum að fagna fjölbreytninni og virða frelsi fólks til orðs og æðis og að iðka trú sína og siði, svo fremi að ekki sé gengið á rétt annarra. Við eigum að hjálpa innflytjendum að aðlagast og læra tungumálið, en líka að viðhalda færni í eigin móðurmáli. Við eigum að flykkjast í gleðigöngu og sýna stuðning við ást jafnt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra. Við eigum að taka vel á móti flóttamönnum og hælisleitendum, sem vilja gera Reykjavík að sinni nýju heimaborg. Reykjavík er full af áberandi kirkjum sem bera okkar kristna arfi fallegt vitni. Við eigum að fagna því að eignast tilbeiðsluhús fleiri trúarbragða, sem sýna að hér er trúfrelsið í hávegum haft og allir jafnréttháir. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frjálslyndis og einstaklingsfrelsis. Á þeim grunni er best að stýra borg sem ætlar að vera heimsborg; fjölbreytt, víðsýn, frjáls og opin.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar