Fótbolti

Heimir við Tólfuna: „Fokking var þetta ekki bæting?“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir var hæstánægður eftir frábæra frammistöðu liðsins í kvöld.
Heimir var hæstánægður eftir frábæra frammistöðu liðsins í kvöld. Vísir/Getty
Heimir Hallgrímsson ræddi við hörðustu stuðningsmenn íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigurinn á Tyrkjum í kvöld. Óhætt er að segja að Tólfan hafi verið sátt við sinn mann úr Eyjum.

„Þegar ég ræddi við ykkur á Ölveri þá sagði ég að við ætluðum að halda áfram að bæta okkur. Og fokking var þetta ekki bæting?“ sagði Heimir og uppskar klöpp og öskur frá stuðningsmönnunum nokkrum mínútum eftir leik.

Ræðu Heimis má sjá í myndbandi neðst í fréttinni.

Heimir fer á Ölver í Glæsibæ um tveimur klukkustundum fyrir hvern heimaleik Íslands, ræðir við stuðningsmennina sem fá að heyra byrjunarliðið á undan öðrum. Ríkir skilningur á því að liðinu er ekki lekið út fyrir fundinn er mikil ánægja meðal stuðningsmannanna sem Heimir hefur sýnt þeim undanfarin misseri.

„Þið eruð enn og aftur að bæta ykkur. Þið eruð stórkostlegir,“ sagði Heimir eftir leikinn í kvöld.

Heimir bætti við á blaðamannafundi eftir leikinn að hann væri í skýjunum með stuðningsmennina.

„Það eru fáir jafn einhuga sínu landsliði eins og þetta fólk og styður okkur allan tímann,“ sagði Heimir. Það hefði verið sérstaklega mikilvægt gegn Finnum þar sem hlutirnir gengu ekki upp lengi vel. 

„Það er ómetanlegt að hafa þennan hóp og alla þá sem voru á Laugardalsvelli í dag.“

Víkingur Heiðar Arnósson tók myndbandið að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×