Innlent

Heimiliskötturinn grunaður um íkveikju í Hafnarfirði

Talið er að heimiliskötturinn hafi stigið á snertirofa á eldavél í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að það kviknaði á eldavélinni og eldur kviknaði í tómum pitsa kössum, sem lágu á henni.

Heimilisfólkið varð strax vart við eldinn og kallaði á slökkvilið, en hafði slökkt eldinn áður en það kom á vettvang. Slökkviliðsmenn reykræstu íbúðina og hlaust óverulegt tjón af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×