Erlent

Heiðskírt og hátt í 30 stiga hiti í Nice í kvöld

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Strákarnir á æfingu í Nice í gær.
Strákarnir á æfingu í Nice í gær. vísir/vilhelm
Norska veðurstofan spáir bongóblíðu í Nice í kvöld þegar Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla.

Samkvæmt vef yr.no verður heiðskírt og um 27 stiga hiti þegar flautað verður til leiks klukkan 21 í kvöld að frönskum tíma.

Það ætti þó ekki að hafa áhrif á strákana okkar sem flestir spila á meginlandi og eru því öllu vanir í veðrinu. Þá æfa þeir í fjallabænum Annecy í Suður-Frakklandi þar sem sólin hefur skinið skært undanfarna daga.


Tengdar fréttir

Nú mega lömbin sparka

England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×