Erlent

Hefur haft margvísleg áhrif

Helen Clark, yfirmaður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem gefur árlega út Þróunarskýrslu. Þarna er hún stödd í Nígeríu fyrir nokkrum vikum.nordicphotos/AFP
Helen Clark, yfirmaður Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem gefur árlega út Þróunarskýrslu. Þarna er hún stödd í Nígeríu fyrir nokkrum vikum.nordicphotos/AFP
„Undanfarin tuttugu ár hefur þróunarskýrslan skapað umræður og haft margvísleg áhrif víða um heim,“ segir Khalid Malik, sviðsstjóri þróunarskýrslusviðs Sameinuðu þjóðanna.

Hann er staddur hér á landi til að kynna hina árlegu Þróunarskýrslu SÞ á hádegisfundi í Norræna húsinu. Í skýrslunni er meðal annars birt lífskjaravísitala flestra landa heims, og farið ofan í saumana á því hvað helst getur ýtt undir betri lífskjör meðal fátækra jafnt sem auðugri landa.

Hann segir útgangspunkt skýrslugerðarinnar frá upphafi hafa verið þann, að hin raunverulega auðlegð þjóðanna sé fólkið í hverju landi fyrir sig. Þjóðarframleiðsla eða þjóðartekjur séu ekki besti mælikvarðinn á lífskjör fólks, heldur hafa þættir á borð við menntun og heilsufar verið teknir inn í myndina.

„Bandaríkin væru til dæmis alltaf í efsta sæti ef aðeins væri horft á þjóðartekjur,“ segir Malik, „en á lífskjaramælikvarða okkar lenda þau miklu neðar. Þannig er Ísland í 14. sæti núna eftir hrunið, en ef eingöngu væri horft á þjóðartekjurnar þá væri Ísland í 25. sæti.“- gb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×