Viðskipti innlent

Hefur ekki enn svarað beiðni LBI um undanþágur

Haraldur Guðmundsson skrifar
Í svarbréfi Seðlabankans segir að ekki hafi verið mögulegt að afgreiða málið fyrir 1. október.
Í svarbréfi Seðlabankans segir að ekki hafi verið mögulegt að afgreiða málið fyrir 1. október. Vísir/Pjetur
Seðlabanki Íslands hefur ekki enn tekið afstöðu til beiðna slitastjórnar gamla Landsbankans (LBI hf.) um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál. Seðlabankinn telur hins vegar góðar líkur á að hægt verði að gefa efnislegt svar við erindi LBI á allra næstu vikum.

Þetta kemur fram í svarbréfi Seðlabankans vegna beiðni LBI um undanþágur. Þar segir að ekki hafi verið unnt að ljúka fyrir tilskilinn frest þeim athugunum og umræðum sem séu forsendur þess að bankinn geti tekið efnislega afstöðu til beiðnanna. LBI hafði óskað eftir að málið yrði afgreitt í byrjun ágúst en sá frestur var framlengdur til dagsins í dag.

Landsbankinn og LBI sömdu í maí síðastliðnum um breytingar á uppgjörsskuldabréfum með eftirstöðvar að jafnvirði 226 milljarða króna og var lokagreiðsla bréfanna þá lengd frá október 2018 til október 2026. Slitastjórnin setti þá fram skilyrði um að fá undanþágur frá gjaldeyrishöftum vegna útgreiðslna úr búinu.    






Fleiri fréttir

Sjá meira


×