Hefja vinnu við hættumat fyrir eldgos - tekur 15 til 20 ár í heildina 29. ágúst 2011 16:21 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára. „Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat fyrir eldgos á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar þeirra en margt bendir til að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið. Þannig má búast við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár en þekkt er að goshrinur verða samhliða í eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Þá eru líkur á eldgosi í Heklu á komandi misserum og reikna verður með Kötlugosi á næstu árum,“ segir ennfremur. Þá segir að þetta kalli á viðbúnað af hálfu stjórnvalda „en í slíku hættumati fyrir eldgos fælist m.a. uppsetning viðvaranakerfa og gerð viðbragðsáætlana; mótvægisaðgerðir sem tækju til landnýtingar, innviðavarna, trygginga og varnarvirkja; þekkingaruppbygging í gegn um kennslu, þjálfun, rannsóknir og miðlun upplýsinga og loks að farið yrði yfir lög og reglugerðir með tilliti til ólíkra hlutverka stofnana í þessu samhengi.“ Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumatsramma alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur þegar veitt fjármagni til Veðurstofu Íslands til að gera úttekt á íslenskum eldstöðvum vegna alþjóðaflugsins sem nýtast mun mjög vel í heildarhættumati. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum síðastliðinn föstudag, að tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra, að hafin yrði vinna við hættumat fyrir eldgos á Íslandi. Í tilkynningu frá ráðherra segir að um viðamikla vinnu sé að ræða sem gróflega er áætlað að taki 15 - 20 ár í heildina. Fyrsti áfanginn er þó verkefni til þriggja ára. „Eldgosin í Grímsvötnum og Eyjafjallajökli hafa undirstrikað nauðsyn þess að vinna hættumat fyrir eldgos á Íslandi og hugsanlegar afleiðingar þeirra en margt bendir til að tímabil aukinnar eldvirkni sé hafið. Þannig má búast við eldgosi í Grímsvötnum annað til sjöunda hvert ár en þekkt er að goshrinur verða samhliða í eldstöðvakerfi Bárðarbungu. Þá eru líkur á eldgosi í Heklu á komandi misserum og reikna verður með Kötlugosi á næstu árum,“ segir ennfremur. Þá segir að þetta kalli á viðbúnað af hálfu stjórnvalda „en í slíku hættumati fyrir eldgos fælist m.a. uppsetning viðvaranakerfa og gerð viðbragðsáætlana; mótvægisaðgerðir sem tækju til landnýtingar, innviðavarna, trygginga og varnarvirkja; þekkingaruppbygging í gegn um kennslu, þjálfun, rannsóknir og miðlun upplýsinga og loks að farið yrði yfir lög og reglugerðir með tilliti til ólíkra hlutverka stofnana í þessu samhengi.“ Hættumatið verður unnið samkvæmt hættumatsramma alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og Sameinuðu þjóðanna en góður árangur hefur náðst í hættumati vegna ofanflóða með þessari aðferðafræði. Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur þegar veitt fjármagni til Veðurstofu Íslands til að gera úttekt á íslenskum eldstöðvum vegna alþjóðaflugsins sem nýtast mun mjög vel í heildarhættumati.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira