Enski boltinn

Hazard getur orðið goðsögn hjá Chelsea

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho gefur skipanir.
Mourinho gefur skipanir. Vísir/Getty
Eden Hazard, miðjumaður Chelsea, mun líklega skrifa undir nýjan samning við Chelsea á næstu dögum, en Jose Mourinho, stjóri Chelsea, staðfesti þetta í viðtali. Mourinho segir einnig að Hazard geti orðið goðsögn á Stamford Bridge.

„Hann mun skrifa undir. Ég hafði aldrei áhyggjur að því síðan ég hitti pabba hans. Allt var klárt varðandi þeirra áætlun og þeirra ánægju að vera áfram hjá Chelsea," sagði Mourinho við fjölmiðla.

Hazard var keyptur til Chelsea fyrir 32 milljónir punda, en var kjörinn besti ungi leikmaðurinn á Englandi á síðasta tímabili. Moruinho segir að Hazard hafi allt til bruns að bera til að verða goðsögn hjá Chelsea.

„Ég held að hann geti orðið það. Hann verður samt að vinna titla því titlar búa til sögu leikmanna. Ég veit ekki um leikmenn sem voru goðsagnir hjá sínum félögum án þess að vinna titla."

Chelsea mætir Stoke á mánudaginn, en liðið er þriggja stiga forystu á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×