Körfubolti

Haukur Helgi einnig í viðræðum við Estudiantes

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Haukur í leiknum gegn Ítölum á Eurobasket.
Haukur í leiknum gegn Ítölum á Eurobasket. Vísir/Valli
Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, staðfesti í samtali á Bylgjunni fyrr í dag, að hann væri einnig í viðræðum við spænska félagið Estudiantes.

Haukur Helgi staðfesti við Morgunblaðið á dögunum að hann væri í viðræðum við belgíska félagið Charleroi en hann á í viðræðum við tvö lið þessa stundina.

Um er að ræða sögufrægt félag sem hefur þrisvar orðið spænskur meistari og leikur í 15.000 manna höll í höfuðborginni Madríd.

Haukur Helgi hefur áður leikið í spænsku deildinni með Manresa, La Bruixa d'Or og Laboral Kuxta en hann er samningslaus eftir að hafa leikið í eitt ár með LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni.

Viðtalið við Hauk má heyra í spilaranum hér fyrir ofan en hann ræddi meðal annars frammistöðu íslenska liðsins á Eurobasket, körfuboltaferil sinn og ýmislegt annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×