Handbolti

Haukar til Hollands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukar slógu ítalska liðið Jomi Salerno í síðustu umferð.
Haukar slógu ítalska liðið Jomi Salerno í síðustu umferð. vísir/anton
Haukar drógust gegn hollenska liðinu Virto / Quintus í 16-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handbolta.

Haukastelpur slógu ítalska liðið Jomi Salerno út í 32-liða úrslitunum um helgina, samanlagt 50-41.

Fyrri leikurinn gegn Virto / Quintus fer fram 4. eða 5. febrúar á næsta ári og sá síðari 11. eða 12. febrúar.

Virto / Quintus hefur verið fastagestur í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Á síðasta tímabili komst liðið í 8-liða úrslit Áskorendabikarsins þar sem það féll úr leik fyrir tyrkneska liðinu Kastamonu B. Genclik.

Virto / Quintus situr í 2. sæti hollensku deildarinnar með 19 stig, einu stigi á eftir toppliði VOC Amsterdam.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×