Handbolti

Haukakonur til Hollands | Þær hollensku unnu síðustu mótherja sína 90-40

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ramune Pekarskyte og félagar fá verðugt verkefni í sextán liða úrslitunum.
Ramune Pekarskyte og félagar fá verðugt verkefni í sextán liða úrslitunum. Vísir/Stefán
Kvennalið Hauka spilar í Evrópukeppninni eftir áramót og í dag kom í ljós hvaða lið Haukarnir mæta í næstu umferð. Það er ekki hægt að segja að Hafnfirðingarnir hafi haft heppnina með sér að þessu sinni.

Haukar spilar á móti hollenska liðinu Virto/Quintus í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu.

Haukarnir seldu heimaleikinn sinn í þriðju umferðinni en það kom ekki að sök því Haukakonur fóru til Ítala og unnu ítalska liðið Jomi Salerno samanlagt 50-41.

Virto/Quintus spilaði við ZRK Mira Prijedor frá Bosníu í 3. umferðinni og átti vægast sagt ekki í miklum vandræðum. Hollensku stelpurnar unnu nefnilega samanlagt með 50 marka mun, 90-40.

Það er ljóst á þeim úrslitum að verkefnið verður gríðarlega erfitt fyrir Haukaliðið.

Daisy Hage, vinstri hornamaður hollenska liðsins, skoraði 21 mark í leikjunum tveimur, þar af tólf mörk í fyrri leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×