Harpa í mál við ríkið með fulltingi ríkisins 9. nóvember 2012 06:00 Dómstólar munu kveða upp úr um hvernig fasteignamati Hörpu verður háttað. Ríki og borg standa að málshöfðuninni.fréttablaðið/valli Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fasteignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteignamatsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undirbúa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir markmiðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekjuaðferð, sem byggir á tekjum og fasteignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostnað Hörpu til grundvallar fasteignamati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær fullkláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Austurhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráðstefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 milljarða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambærilegra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteignamati gæti því þýtt tugi eða hundruð milljóna króna lægri fasteignagjöld. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira