Erlent

Harðnandi átök á milli Shía og Súnnía

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fjórtán látnir, rúmlega fimmtíu manns eru sárir og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.
Fjórtán látnir, rúmlega fimmtíu manns eru sárir og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka. ap
Fjórtán hið minnsta eru látnir eftir að öflug bílsprengja sprakk í Bagdad höfuðborg Íraks í nótt. Rúmlega fimmtíu manns eru sárir og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.

Mikið tjón varð í sprengingunni, rúður brotnuðu í fjölmörgum byggingum og bifreiðar urðu eldi að bráð. Hverfið sem sprengingin varð í er að mestu byggð Shía múslimum en átök á milli Shía og Súnnía hafa farið vaxandi í landinu undanfarið.

Þá var þremur sprengjum varpað inn á hið svokallaða Græna Svæði í borginni í nótt, en þar hafast við fulltrúar erlendra ríkja og hjálparstofnana. Ekki er ljóst hvort einhver hafi slasast í því atviki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×