FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 09:42

Í beinni: Blađamannafundur Íslands í Shkoder

SPORT

Harden öflugur í sigri Houston | Myndbönd

 
Körfubolti
11:06 05. MARS 2017
Harden hefur veriđ einn besti leikmađur NBA-deildarinnar í vetur.
Harden hefur veriđ einn besti leikmađur NBA-deildarinnar í vetur. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

James Harden skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf 11 stoðsendingar þegar Houston Rockets vann 123-108 sigur á Memphis Grizzlies.

Houston er í 3. sæti Vesturdeildarinnar en Memphis í því sjötta.

San Antonio Spurs bar sigurorð af Minnesota Timberwolves á heimavelli, 97-90. Þetta var sjöundi sigur San Antonio í röð.

Kawhi Leonard var atkvæðamestur í liði San Antonio en hann skoraði 34 stig, tók 10 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og stal sex boltum. LaMarcus Aldridge kom næstur með 18 stig og 10 fráköst.

Los Angeles Clippers vann 10 stiga útisigur, 91-101, á Chicago Bulls.

Jamal Crawford var með 25 stig í liði Clippers sem er í 5. sæti Vesturdeildarinnar.

Úrslitin í nótt:
Houston 123-108 Memphis
San Antonio 97-90 Minnesota
Chicago 91-101 LA Clippers
Philadelphia 106-136 Detroit
Milwaukee 101-94 Toronto
Miami 120-92 Cleveland
Denver 102-112 Charlotte
Portland 130-116 Brooklyn
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Harden öflugur í sigri Houston | Myndbönd
Fara efst