Fótbolti

Hallgrímur búinn að semja við OB

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hallgrímur í landsleik fyrr í sumar.
Hallgrímur í landsleik fyrr í sumar. Vísir/Daníel
Hallgrímur Jónasson skrifaði í dag undir samning hjá danska liðinu OB en hann gengur til liðs við félagið þegar samningur hans við SønderjyskE rennur út í lok þessa árs.

OB greindi frá því á opinberri heimasíðu sinni í morgun að Hallgrímur hefði samþykkt að gera tveggja ára samning við félagið en hann hefur leikið með SønderjyskE allt frá árinu 2011.

„Við erum spenntir yfir því að fá Hallgrím til OB. Hann er leikmaður með mikla leiðtogahæfileika og gefur allt í alla leiki. Hann getur spilað nokkrar stöður sem eykur möguleikana okkar inn á vellinum,“ sagði Jesper Hansen, yfirmaður knattspyrnumála hjá OB.

„Við þekkjum Hallgrím vel, við höfum lengi fylgst með honum bæði í Svíþjóð og í Danmörku. Við vitum að hann er hæfileikaríkur leikmaður sem eflir aðra leikmenn í liðinu. Hann getur spilað flestar stöður á vellinum en við fáum hann til liðs við okkur til þess að styrkja varnarleikinn,“ sagði Troels Bech, þjálfari OB.

Hallgrímur er annar Íslendingurinn sem skrifar undir hjá dönsku félagi í dag en Guðjón Baldvinsson skrifaði undir hjá Nordsjælland í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×