Hallar á kennslu í norrænum tungumálum í grunnskóla Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 14:00 Birta Rakel Óskarsdóttir og Embla Eir Haraldsdóttir í verkefnavinnu í Tungumálaveri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan. Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Upplýsingar frá skólastjórnendum í 92 grunnskólum í landinu sýna að verulega hallar á kennslu í norrænum tungumálum í skólum landsins. Þetta segir Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku. Samkvæmt viðmiðunarstundaskrá sem birt er í aðalnámskrá eru 1.380 mínútur ætlaðar hverjum nemanda í kennslu í erlendu tungumáli á viku, ensku og dönsku. Niðurstöður könnunar á vegum Tungumálavers sýna að innan við 40 prósent þess tíma eru nýtt til kennslu í norrænu tungumáli. „Tuttugu og þrír skólar af 92 bjóða nemendum 110 til 150 mínútna minni kennslu í norrænum tungumálum á viku en viðmiðunarstundaskrá segir til um. Það er alltaf verið að tala um að börn læri svo mikla ensku af því að hún er svo mikil í umhverfinu. Í stað þess að jafna stöðuna virðast skólarnir hafa látið nemendur fá færri tíma í dönsku.“ Brynhildur segist ekki vera að atast út í ensku, eins og hún orðar það. „Það er hins vegar ástæða til að skoða þennan halla. Í námskrá er gert ráð fyrir að við lok grunnskóla hafi nemendur náð hæfni á þriðja stigi í bæðu ensku og dönsku eða öðru Norðurlandamáli. Sömu kröfur eru gerðar til allra nemenda en það er illmögulegt að verða við þeim ef börnin fá ekki jafn mikla kennslu. Það getur munað þremur til fjórum kennslustundum á viku.“Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, deildarstjóri Tungumálavers sem þjónar grunnskólanemendum sem læra sænsku, norsku og pólsku.Tungumálaver hefur einnig, í samvinnu við Færeyinga og Grænlendinga, kannað viðhorf 10. bekkinga til náms í dönsku. „Af þeim sem svöruðu finnst 63 prósentum gott að hafa dönsku sem fag. Yfir 70 prósent telja mjög líklegt að þau þurfi að nota dönsku við störf og nám í framtíðinni,“ greinir Brynhildur frá. Þeir grunnskólanemendur sem hafa bakgrunn í norsku og sænsku eiga rétt á að fá kennslu í þessum tungumálum. „Níundu og tíundu bekkingar eru í fjarnámi og fara í tölvu þegar aðrir nemendur fara í dönskutíma. Í Reykjavík hittast nemendur í fimmta til áttunda bekk á níu stöðum einu sinni í viku. Þau eru á okkar vegum en það er reynt að láta þau koma saman í skóla sem er sem næst þeirra eigin skóla til að þeir verði fyrir sem minnstu raski.“ Nú fá um 400 nemendur einstaklingskennslu í tungumálaverinu, að sögn Brynhildar. „Breiddin er gríðarlega mikil og eru kennarar meðvitaðir um það.“ Til þess að geta fengið kennslu í norsku og sænsku í stað dönsku þurfa nemendur að uppfylla ákveðin skilyrði. „Þeir þurfa að geta talað viðkomandi tungumál og lesið bækur fyrir sinn aldurshóp. Þeir þurfa einnig að geta verið í samskiptum án teljandi erfiðleika.“ Hvað er Tungumálaverið?Tungumálaverið er þjónustustofnun þar sem veitt er ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla og sveitarfélaga um allt land og er ætluð til stuðnings nemendum sem ekki hafa aldur til að stunda netnám. Staðbundin kennsla í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Boðið er upp á netnám í norsku, pólsku og sænsku fyrir nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan.
Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent