Innlent

Hálka víða um land

Á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða hálkublettir.
Á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða hálkublettir. Vísir/Stefán
Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og Sandskeiði en hálkublettir í Þrengslum og hálka á Lyngdalsheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Á Suðurlandi er víða nokkur hálka eða hálkublettir. Þæfingsfærð er við Hvolsvöll og undir Eyjafjöllum en hálka á Reynisfjalli.

Á Vesturlandi er mikið autt á láglendi eða aðeins með hálkublettum en hálka er hins vegar á flestum fjallvegum. Þæfingsfærð er á Bröttubrekku og í Svínadal.

Hálka eða þæfingsfærð er á flestum leiðum á Vestfjörðum en ófært á Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldum og Klettsháls. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Gemlufallsheiði.

Á Norðurlandi eru hálkublettir eða snjóþekja þó er þæfingsfærð á Þverárfjalli, Brekknaheiði og á Möðrudalsöræfum. Þungfært og skafrenningur er á Hófaskarði. Hálka og skafrenningur er á Vatnskarði og Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er víðast nokkur hálka eða snjóþekja. Snjóþekja er á Fagradal en hálka og skafrenningur á Oddskarði og hálka og éljagangur á Fjarðarheiði.

Með suðausturströndinni er að mestu greiðfært frá Hvalnesi að Öræfum en annars hálka eða hálkublettir og sumstaðar éljagangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×