Innlent

Háhyrningarnir enn í Breiðafirði

Háhyrningarnir voru komnir næstum alveg upp í fjöru. Mynd/ Tómas Freyr.
Háhyrningarnir voru komnir næstum alveg upp í fjöru. Mynd/ Tómas Freyr.
Háhyrningarnir sem eltu síldina næstum alveg upp í fjöru í Grundarfirði á sunnudaginn hafa fært sig um set.

„Þeir eru aðeins hérna fyrir utan. Þeir eru að elta loðnu sem er hérna á Breiðafirði," segir Tómas Freyr Kristjánsson, skrifstofumaður og sjúkraflutningamaður, sem náði hreint stórkostlegum myndum af háhyrningunum við Grundarfjörð á sunnudaginn. Tómas segir að það hafi verið alveg magnað að sjá hvalina svona nálægt landi á sunnudaginn.

Í meðfylgjandi myndaalbúmi má sjá myndir sem Tómas tók á sunnudaginn en einnig þrjár myndir sem Halldór Jóhannesson skipstjóri á Blíðu KE 17 smellti af.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×