Hagstofan vanreiknaði vísitölu neysluverðs í sex mánuði: Áhrif mistakanna hlaupa á milljörðum Sæunn Gísladóttir skrifar 29. september 2016 14:49 Jón Bjarki Bentsson er sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hagstofunni urðu á alvarleg mistök, en hún vanreiknaði vísitölu neysluverðs (VNV) í hálft ár. Þetta varð til þess að allar verðtryggðar fjárskuldbindingar hafa í raun verið gerðar upp miðað við ranga VNV undanfarið hálft ár. Sérfræðingar hafa þannig unnið út frá röngum forsendum um verðbólguþróun á tímabilinu. Má þar nefna Seðlabankann, sem byggði ákvörðun sína um vaxtalækkun í ágúst síðastliðnum á forsendum um verðbólgu, verðbólguvæntingar og raunvexti sem hafa nú reynst bjagaðar vegna skekkju Hagstofunnar. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka. Brýnt er að mati greiningardeildarinnar að Hagstofan fari yfir verklag sitt við útreikning VNV, svo slík mistök verði síður gerð í framtíðinni.Sjá einnig:Hagstofan harmar mistökin „Það er mjög margt sem þetta hefur áhrif á, verðtrygging er svo útbreidd. Verðbætur til þeirra sem eiga skuldabréf hafa verið minni og að sama skapi hafa lán þeirra sem skulda hækkað minna fram að mánuðinum núna og núna kemur svolítið stökk. Þetta hefur einkum áhrif fyrir þá sem hafa gert upp lán eða skuldabréf. En fyrir alla sem hafa skuldað eða veitt lán eða staðið í skuldabréfaviðskiptum þá hefur vísitalan verið vanreiknuð í sex mánuði,“ segir Jón Bjarki Bentsson hjá greiningu Íslandsbanka. Lántakendur hafa þá hagnast, en lánveitendur tapað. „Fyrir háar fjárhæðir þá skiptir þetta máli.“ „Þessi skekkja þeirra hefur áhrif sem hleypir á einhverjum milljörðum, og það er bara hluti af því af hverju þetta var afdrifaríkt. Hitt er að allir sem vinna á markaði, stjórnvöld og aðrir hafa unnið við bjagaðar forsendur. Verðbólga var til dæmis ekki jafn lág og haldið var,“ segir Jón Bjarki.Taktur verðbólgunnar tvöfaldaðistFram kemur í greiningu Íslandsbanka að tólf mánaða taktur verðbólgunnar tvöfaldaðist í september samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði milli mánaða um tæp 0,5 prósent, langt umfram allar opinberar spár. Ein helsta ástæða þess sé leiðrétting stofnunarinnar á mistökunum. Verðbólga í september mælist 1,8 prósent eftir 0,48 prósent mánaðarhækkun VNV frá fyrri mánuði. Í ágúst var verðbólgutakturinn hins vegar 0,9 prósent. VNV án húsnæðis lækkaði aftur á móti um 0,10 prósent í september og miðað við þá vísitölu mælist 0,4 prósent verðhjöðnun undanfarna 12 mánuði. Greiningaraðilar höfðu flestir spáð óbreyttri VNV milli mánaða, en ein spá hljóðaði þó upp á 0,3 prósent hækkun. Fram kemur í greiningunni að reiknuð húsaleiga, sem að mestu endurspeglar verðþróun á íbúðamarkaði, hækkaði um 3,3 prósent í september (0,51 prósent áhrif í VNV). Er það mesta hækkun á þessum lið frá því í apríl 2005. Samkvæmt frétt Hagstofu er skýringin að hluta leiðrétting á mistökunum. Því er í rauninni verið að taka saman tveggja mánaða hækkun á þessum lið í tölunni nú, þar sem Hagstofan endurskoðar aldrei fyrri mælingar á VNV.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira