Hagsmunir þjóðarinnar eða hrægammanna Lilja Mósesdóttir skrifar 14. mars 2015 07:00 Baráttunni við kröfuhafa er enn ekki lokið, þrátt fyrir að Ísland hafi unnið Icesave-málið, „útskrifast með láði frá AGS“ og sent nokkra „bankaræningja“ í fangelsi. Fyrsta hluta baráttunnar lauk í janúar 2013 þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði því að íslenskir skattgreiðendur hefðu brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar með því að taka ekki á sig ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. AGS er aftur kominn til Íslands og nú til að aðstoða við lausn peningahengjunnar sem var búin til fyrir hrun með sölu svokallaðra jökla- og krónubréfa til áhættufjárfesta. Þegar ljóst var orðið að íslensku bankarnir væru að falla reyndu erlendu áhættufjárfestarnir að selja þessar eignir og koma aflandskrónueignum sínum úr landi. Ef kostnaður Íslendinga af hruninu á ekki að slá heimsmet verður lausn hengjunnar að taka mið af krísuregluverki ESB frá 2013. Fjármálakreppan á Íslandi er skv. útreikningum AGS meðal 10 dýrustu í heimi hvað varðar beinan útlagðan kostnað skattgreiðenda og skuldsetningu ríkissjóðs. Frá 2008 til 2011 nam beinn útlagður kostnaður skattgreiðenda 44% af vergri landsframleiðslu (VLF) og skuldir ríkissjóðs jukust um 72%, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki haft burði til að veita bönkum í fallhættu ríkisaðstoð eins og gert var m.a. á Írlandi. Þegar bankarnir á Íslandi hrundu 2008 féll gengi íslensku krónunnar um 60% gagnvart evrunni. AGS brást við með því að innleiða tímabundin höft sem settu m.a. þak á krónuupphæðina sem hægt var að skipta yfir í erlendan gjaldeyri. Fjármagnshöftin eru enn við lýði, þrátt fyrir að þau séu brot á EES-samningnum. Höftin hafa hins vegar komið í veg fyrir botnlaust gengishrun krónunnar af völdum aflandskróna á leið úr landi (um 40% af VLF árið 2008). Áður en AGS fór frá Íslandi árið 2011 aðstoðaði sjóðurinn Seðlabanka Íslands við að koma á uppboðsmarkaði fyrir annars vegar þá sem vildu fara með krónueignir sínar úr landi á lægra gengi og hins vegar fjárfesta sem vildu kaupa krónur með afslætti. Uppboðsmarkaðurinn hefur minnkað aflandskrónuvandann og hann er núna um 16% af VLF. Peningahengjan mun hins vegar stækka fljótlega og verða um 42% af VLF þegar hrægammar og aðrir kröfuhafar fá greiddar peningaeignir úr þrotabúum gömlu bankanna. Aðrar eignir þrotabúanna á leið til hrægamma og annarra kröfuhafa eru ekki peningaeignir heldur m.a. verðbréf og er áætlað að þær nemi um 76% af VLF.Á herðar skattgreiðenda Tillögur sem heyrst hafa frá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fela í sér útgönguskatt á bilinu 20-45% og tilboð um ríkisskuldabréf til 30 ára á afslætti. Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega „réttlæta“ þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga). Því miður mun 45% útgönguskattur ekki duga til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. Gjaldeyriseign þjóðarinnar nemur ekki nema um 3% af VLF og útstreymi eftir að 45% útgönguskattur hefur verið lagður á gæti numið allt að 23% af VLF. Gengishrun krónunnar af völdum peningahengjunnar mun leiða til gífurlegrar hækkunar á verði innfluttra vara og verðtryggðra lána. Stjórnvöld gætu notað lán í erlendum gjaldmiðlum frá AGS og norrænu þjóðunum til að fjármagna útstreymi peningahengjunnar og komið þannig í veg fyrir gengishrun. Ef þessi erlendu lán verða notuð eða genginu leyft að falla til að leysa peningahengjuvandann, þá er í raun verið að koma byrðum fjármálakreppunnar af baki hrægammasjóða og áhættufjárfesta yfir á herðar skattgreiðenda sem eru með laun í krónum og verðtryggð lán. Útgönguskatturinn þarf að vera mun hærri en 45% til að lausn peningahengjunnar verði í samræmi við reglur ESB frá 2013 um að eigendur banka og kröfuhafar eigi að taka á sig kostnaðinn vegna gjaldþrots þeirra. Eigendur gömlu bankanna töpuðu andvirði hlutabréfa sinna við fall þeirra og margir kröfuhafar tóku á sig 70-96% lækkun á nafnvirði krafna sinna þegar þeir seldu kröfurnar hrægammasjóðum og áhættufjárfestum. Nú hóta þessir sömu hrægammasjóðir og áhættufjárfestar ríkinu lögsókn fái þeir ekki kröfur sínar nánast að fullu endurgreiddar. AGS, „vinstristjórnin“ og hægristjórnin sem nú situr hafa fram til þessa ekki haft hugrekki til að leysa peningahengjuvandann í samræmi við regluverk ESB frá 2013. Á meðan stækkar hengjan og ef hún fer af stað verður Ísland sýningardæmi um hvernig hrægömmum og öðrum kröfuhöfum tókst að koma stórum hluta af byrðum sínum yfir á launafólk, skattgreiðendur og skuldsett fyrirtæki og heimili. Hrynji peningahengjan yfir okkur kemst Ísland aftur í heimspressuna – ekki vegna eldgoss heldur mótmæla og uppþota almennings.Þessi grein birtist jafnframt á http://www.socialeurope.eu/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Baráttunni við kröfuhafa er enn ekki lokið, þrátt fyrir að Ísland hafi unnið Icesave-málið, „útskrifast með láði frá AGS“ og sent nokkra „bankaræningja“ í fangelsi. Fyrsta hluta baráttunnar lauk í janúar 2013 þegar EFTA-dómstóllinn hafnaði því að íslenskir skattgreiðendur hefðu brotið gegn tilskipun um innistæðutryggingar með því að taka ekki á sig ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar til innistæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. AGS er aftur kominn til Íslands og nú til að aðstoða við lausn peningahengjunnar sem var búin til fyrir hrun með sölu svokallaðra jökla- og krónubréfa til áhættufjárfesta. Þegar ljóst var orðið að íslensku bankarnir væru að falla reyndu erlendu áhættufjárfestarnir að selja þessar eignir og koma aflandskrónueignum sínum úr landi. Ef kostnaður Íslendinga af hruninu á ekki að slá heimsmet verður lausn hengjunnar að taka mið af krísuregluverki ESB frá 2013. Fjármálakreppan á Íslandi er skv. útreikningum AGS meðal 10 dýrustu í heimi hvað varðar beinan útlagðan kostnað skattgreiðenda og skuldsetningu ríkissjóðs. Frá 2008 til 2011 nam beinn útlagður kostnaður skattgreiðenda 44% af vergri landsframleiðslu (VLF) og skuldir ríkissjóðs jukust um 72%, þrátt fyrir að Ísland hafi ekki haft burði til að veita bönkum í fallhættu ríkisaðstoð eins og gert var m.a. á Írlandi. Þegar bankarnir á Íslandi hrundu 2008 féll gengi íslensku krónunnar um 60% gagnvart evrunni. AGS brást við með því að innleiða tímabundin höft sem settu m.a. þak á krónuupphæðina sem hægt var að skipta yfir í erlendan gjaldeyri. Fjármagnshöftin eru enn við lýði, þrátt fyrir að þau séu brot á EES-samningnum. Höftin hafa hins vegar komið í veg fyrir botnlaust gengishrun krónunnar af völdum aflandskróna á leið úr landi (um 40% af VLF árið 2008). Áður en AGS fór frá Íslandi árið 2011 aðstoðaði sjóðurinn Seðlabanka Íslands við að koma á uppboðsmarkaði fyrir annars vegar þá sem vildu fara með krónueignir sínar úr landi á lægra gengi og hins vegar fjárfesta sem vildu kaupa krónur með afslætti. Uppboðsmarkaðurinn hefur minnkað aflandskrónuvandann og hann er núna um 16% af VLF. Peningahengjan mun hins vegar stækka fljótlega og verða um 42% af VLF þegar hrægammar og aðrir kröfuhafar fá greiddar peningaeignir úr þrotabúum gömlu bankanna. Aðrar eignir þrotabúanna á leið til hrægamma og annarra kröfuhafa eru ekki peningaeignir heldur m.a. verðbréf og er áætlað að þær nemi um 76% af VLF.Á herðar skattgreiðenda Tillögur sem heyrst hafa frá sérfræðingum ríkisstjórnarinnar um afnám hafta fela í sér útgönguskatt á bilinu 20-45% og tilboð um ríkisskuldabréf til 30 ára á afslætti. Með því að hvetja kröfuhafa gömlu bankanna til að festa eignir sínar í 30 ára ríkisskuldabréfum er í raun verið að leggja til að skuldum einkafyrirtækja verði breytt í ríkisskuldir. Stjórnvöld munu sennilega „réttlæta“ þennan gjörning með því að verið sé að endurfjármagna ríkisskuldir á afar lágum vöxtum (lægri en verðbólga). Því miður mun 45% útgönguskattur ekki duga til að koma í veg fyrir hrun krónunnar. Gjaldeyriseign þjóðarinnar nemur ekki nema um 3% af VLF og útstreymi eftir að 45% útgönguskattur hefur verið lagður á gæti numið allt að 23% af VLF. Gengishrun krónunnar af völdum peningahengjunnar mun leiða til gífurlegrar hækkunar á verði innfluttra vara og verðtryggðra lána. Stjórnvöld gætu notað lán í erlendum gjaldmiðlum frá AGS og norrænu þjóðunum til að fjármagna útstreymi peningahengjunnar og komið þannig í veg fyrir gengishrun. Ef þessi erlendu lán verða notuð eða genginu leyft að falla til að leysa peningahengjuvandann, þá er í raun verið að koma byrðum fjármálakreppunnar af baki hrægammasjóða og áhættufjárfesta yfir á herðar skattgreiðenda sem eru með laun í krónum og verðtryggð lán. Útgönguskatturinn þarf að vera mun hærri en 45% til að lausn peningahengjunnar verði í samræmi við reglur ESB frá 2013 um að eigendur banka og kröfuhafar eigi að taka á sig kostnaðinn vegna gjaldþrots þeirra. Eigendur gömlu bankanna töpuðu andvirði hlutabréfa sinna við fall þeirra og margir kröfuhafar tóku á sig 70-96% lækkun á nafnvirði krafna sinna þegar þeir seldu kröfurnar hrægammasjóðum og áhættufjárfestum. Nú hóta þessir sömu hrægammasjóðir og áhættufjárfestar ríkinu lögsókn fái þeir ekki kröfur sínar nánast að fullu endurgreiddar. AGS, „vinstristjórnin“ og hægristjórnin sem nú situr hafa fram til þessa ekki haft hugrekki til að leysa peningahengjuvandann í samræmi við regluverk ESB frá 2013. Á meðan stækkar hengjan og ef hún fer af stað verður Ísland sýningardæmi um hvernig hrægömmum og öðrum kröfuhöfum tókst að koma stórum hluta af byrðum sínum yfir á launafólk, skattgreiðendur og skuldsett fyrirtæki og heimili. Hrynji peningahengjan yfir okkur kemst Ísland aftur í heimspressuna – ekki vegna eldgoss heldur mótmæla og uppþota almennings.Þessi grein birtist jafnframt á http://www.socialeurope.eu/
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun