Viðskipti innlent

Hagnaður VÍS dregst saman

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hagnaður VÍS dróst saman um helming á fyrri ársfjórðungi frá því á sama tíma í fyrra.
Hagnaður VÍS dróst saman um helming á fyrri ársfjórðungi frá því á sama tíma í fyrra. Fréttablaðið/Valli
Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands hf. á fyrri helmingi ársins dróst saman um rúmlega helming frá því í fyrra. Hagnaðurinn nam nú 451 milljón króna samanborið við 1.094 milljónir á sama tímabili árið 2013. Hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi nam 464,9 milljónum borið saman við 383,4 milljónir á öðrum ársfjórðungi á síðasta ári.

„Rekstur félagsins gekk ágætlega á öðrum ársfjórðungi. Iðgjaldatekjur jukust frá fyrsta fjórðungi og voru litlu minni en á sama fjórðungi í fyrra. Tjónaþunginn var nokkuð minni en á fyrsta fjórðungi,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS.

Sigrún segir þróun á fjármálamörkuðum á tímabilinu hafa leitt af sér að ávöxtun af fjárfestingasafni félagsins á fyrri helmingi ársins hafi verið undir væntingum stjórnenda og verulega lakari en árið 2013.

„Þann 6. júlí síðastliðinn varð stór bruni í Skeifunni í Reykjavík sem olli miklu eignatjóni. Áætlað er að áhrif þessa tjóns á eigin tjónakostnað VÍS verði um 250 milljónir króna eða sem nemur um tveimur prósentum af eigin tjónakostnaði ársins 2013,“ segir Ragna. - fbj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×