Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar eykst um ríflega fjórðung

Jón Sigurðsson er forstjóri Össurar hf.
Jón Sigurðsson er forstjóri Össurar hf.
Hagnaður Össurar jókst um 26% á þriðja fjórðungi miðað við sama tímabil árið á undan. Hagnaðurinn nam 16 milljónum Bandaríkjadala eða 13% af sölu, samanborið við 13 milljónir Bandaríkjadala og 12% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

Sala nam 127 milljónum Bandaríkjadala, samanborið við 105 milljónir Bandaríkjadala á þriðja ársfjórðungi 2013. Söluvöxtur var 21%, þar af 6% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.

Sala á spelkum og stuðningsvörum jókst um 19% samanborið við þriðja ársfjórðung 2013, þar af var innri vöxtur 0%, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.Sala á stoðtækjum jókst um 23% samanborið við þriðja ársfjórðung 2013, þar af var innri vöxtur 15%, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.

Framlegð nam 81 milljón Bandaríkjadala eða 64% af sölu, samanborið við 65 milljónir Bandaríkjadala og 62% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

EBITDA jókst um 30% og nam 29 milljónum Bandaríkjadala sem er 23% af sölu, samanborið við 22 milljónir Bandaríkjadala og 21% af sölu á þriðja ársfjórðungi 2013.

„Við erum mjög ánægð með góða arðsemi á þessum ársfjórðungi og erum með sterkasta sjóðstreymi sem við höfum séð hingað til. Sala á stoðtækjum er mjög góð á öllum okkar helstu mörkuðum og í helstu vöruflokkum,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í afkomutilkynningu. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×