Viðskipti innlent

Hagnaður McDonalds dregst saman

Haraldur Guðmundsson skrifar
Sala á vörum McDonalds í Bandaríkjunum dróst saman um 1,7 prósent.
Sala á vörum McDonalds í Bandaríkjunum dróst saman um 1,7 prósent. Vísir/Vilhelm
Hamborgarakeðjan McDonalds hagnaðist um 1,2 milljarða dala, jafnvirði 134,3 milljarða króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn dróst saman um 5,2 prósent samanborið við fyrsta ársfjórðung 2013.

Verri afkomu má meðal annars rekja til veitingastaða fyrirtækisins í Bandaríkjunum þar sem sölutölur drógust saman um 1,7 prósent, samkvæmt frétt BBC. 

Í tilkynningu McDonalds um árshlutauppgjörið er samdráttur í sölu sagður tengjast slæmu vetrarveðri vestanhafs og aukinni samkeppni skyndibitafyrirtækja á morgunverðamarkaðinum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×