Hágæða gjafasúkkulaði og konfekt framleitt af Verzlingum Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Stefnt er að framleiðslu á Moon Chocolate í ágúst. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Yngsta teymið í Startup Reykjavík að þessu sinni er teymið á bak við Moon Chocolate. Það eru þau Lára Borg Lárusdóttir, Sveinn Ólafur Lúðvíksson, Áshildur Friðriksdóttir, Jórunn María Þorsteinsdóttir og Unnur Svala Vilhjálmsdóttir. Öll útskrifuðust þau frá Verzlunarskóla Íslands í vor. Teymið kynntist í frumkvöðlaáfanga í skólanum og var Moon Chocolate valið fyrirtæki ársins 2016 í samkeppni ungra frumkvöðla, Junior Achievement, á Íslandi. Fyrirtækið framleiðir hágæðasúkkulaði sem er búið til frá grunni. „Þetta er hágæða gjafasúkkulaði, við erum að einblína á hönnun vörunnar með skemmtilegu útliti. Við viljum að þetta grípi augað,“ Lára Borg. Hún bætir við að hugað sé að siðferði við innkaup. „Við ætlum að fara meira út í konfekt, trufflur og páskaegg og aðrar árstíðabundnar vörur, við ætlum ekki bara að vera með súkkulaðistykki,“ segir Áshildur Friðriksdóttir. „Við erum núna að reyna að koma framleiðslunni af stað, finna vélar, við vorum að finna húsnæði, og við erum að fá leyfi,“ segir Áshildur. „Við gerðum þetta fyrst hjá Ommnomm og fengum aðstöðu þar, nú þurfum við okkar eigin.“ Teymið er að hugsa fyrst um íslenska markaðinn en hyggur svo á útflutning. Þau er sammála um að umhverfið hjá Startup Reykjavík sé mjög örvandi fyrir fyrirtækið. „Þau eru með ómetanlega reynslu sem við erum ekki með og þau eru að miðla henni til okkar, segir Lára Borg. Stefnt er að framleiðslu í ágúst og mun teymið vera í fullri vinnu hjá fyrirtækinu í haust. Nú eru þau í leit að fjárfestum. „Það verður fjárfestadagur í lok ágúst og við munum þá flytja kynningu fyrir þá,“ segir Áshildur. Viðtökur hafa verið jákvæðar fyrir hugmyndinni. „Það eru allir mjög spenntir að smakka,“ segir Sveinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Yngsta teymið í Startup Reykjavík að þessu sinni er teymið á bak við Moon Chocolate. Það eru þau Lára Borg Lárusdóttir, Sveinn Ólafur Lúðvíksson, Áshildur Friðriksdóttir, Jórunn María Þorsteinsdóttir og Unnur Svala Vilhjálmsdóttir. Öll útskrifuðust þau frá Verzlunarskóla Íslands í vor. Teymið kynntist í frumkvöðlaáfanga í skólanum og var Moon Chocolate valið fyrirtæki ársins 2016 í samkeppni ungra frumkvöðla, Junior Achievement, á Íslandi. Fyrirtækið framleiðir hágæðasúkkulaði sem er búið til frá grunni. „Þetta er hágæða gjafasúkkulaði, við erum að einblína á hönnun vörunnar með skemmtilegu útliti. Við viljum að þetta grípi augað,“ Lára Borg. Hún bætir við að hugað sé að siðferði við innkaup. „Við ætlum að fara meira út í konfekt, trufflur og páskaegg og aðrar árstíðabundnar vörur, við ætlum ekki bara að vera með súkkulaðistykki,“ segir Áshildur Friðriksdóttir. „Við erum núna að reyna að koma framleiðslunni af stað, finna vélar, við vorum að finna húsnæði, og við erum að fá leyfi,“ segir Áshildur. „Við gerðum þetta fyrst hjá Ommnomm og fengum aðstöðu þar, nú þurfum við okkar eigin.“ Teymið er að hugsa fyrst um íslenska markaðinn en hyggur svo á útflutning. Þau er sammála um að umhverfið hjá Startup Reykjavík sé mjög örvandi fyrir fyrirtækið. „Þau eru með ómetanlega reynslu sem við erum ekki með og þau eru að miðla henni til okkar, segir Lára Borg. Stefnt er að framleiðslu í ágúst og mun teymið vera í fullri vinnu hjá fyrirtækinu í haust. Nú eru þau í leit að fjárfestum. „Það verður fjárfestadagur í lok ágúst og við munum þá flytja kynningu fyrir þá,“ segir Áshildur. Viðtökur hafa verið jákvæðar fyrir hugmyndinni. „Það eru allir mjög spenntir að smakka,“ segir Sveinn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira