Sport

Hafnaboltinn er deyjandi íþrótt

Þessir hafa ekki misst áhugann á íþróttinni.
Þessir hafa ekki misst áhugann á íþróttinni. vísir/getty
Þjóðaríþrótt Bandaríkjanna, hafnabolti, á undir högg að sækja og áhuginn fer sífellt dvínandi.

Nú stendur yfir úrslitaeinvígi deildarinnar, World Series, á milli Kansas City og San Francisco.

Að meðaltali hafa um 12 milljónir stillt inn á leikina í sjónvarpi. Enginn leikjanna hefur náð yfir 13 milljónir í áhorfi.

Til samanburðar má nefna að þrír aðalleikirnir í NFL-deildinni um síðustu helgi fóru allir yfir 13 milljónir í áhorfi. Yfir 20 milljónir horfðu á leikinn sem fór fram í síðasta fimmtudagskvöld.

Áhorfið verður samt klárlega fínt á lokaleiknum en það verður hreinn úrslitaleikur um titilinn. Það hefur gerst fimm sinnum síðan 1988 að úrslitaeinvígi MLB-deildarinnar hafi farið í hreinan úrslitaleik.

Lélegasta áhorfið á slíkan leik var rúmlega 25 milljónir. Besta áhorfið dró 50 milljónir Bandaríkjamanna að skjánum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×