Hafður fyrir rangri sök Friðrik Schram skrifar 20. september 2011 09:30 Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, sem vitnað er til í umræddri grein, fer rangt með sannleikann þegar hún segir mig halda því fram að samkynhneigð sé synd. Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég. Ég fer hins vegar ekkert í grafgötur með það að ég tel samlíf samkynhneigðra ekki rétt og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar. Sú skoðun er skoðun mikils meirihluta kristinna manna um heim allan. Ísland er eitt örfárra landa sem hafa heimilað vígðan hjúskap samkynhneigðra og hér ríkir meira frjálslyndi í siðferðisefnum en víðast hvar á byggðu bóli. Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun. Ég hef fundið fyrir því og það hefur einnig bitnað á söfnuðinum sem ég leiði. Svo virðist sem mannréttindaráð borgarinnar hafi fengið það hlutverk að hafa uppi á þeim sem ekki geðjast samkynhneigt líferni og hindra að þeir njóti góðs af sumu því sem stendur borgurunum til boða eins og t.d. litla byggingarstyrknum sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað okkur. Samtök samkynhneigðra töldu fyrir nokkrum áratugum að þeir úr þeirra hópi sem vildu lifa eftir hneigð sinni væru beittir misrétti af gagnkynhneigðum. Nú virðist dæmið hafa snúist við: Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti. Hvar er umburðarlyndið, er það bara í aðra áttina? Má núorðið beita þá misrétti sem ekki eru með rétta skoðun? Er skoðanafrelsið fyrir bí? Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, sem vitnað er til í umræddri grein, fer rangt með sannleikann þegar hún segir mig halda því fram að samkynhneigð sé synd. Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég. Ég fer hins vegar ekkert í grafgötur með það að ég tel samlíf samkynhneigðra ekki rétt og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar. Sú skoðun er skoðun mikils meirihluta kristinna manna um heim allan. Ísland er eitt örfárra landa sem hafa heimilað vígðan hjúskap samkynhneigðra og hér ríkir meira frjálslyndi í siðferðisefnum en víðast hvar á byggðu bóli. Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun. Ég hef fundið fyrir því og það hefur einnig bitnað á söfnuðinum sem ég leiði. Svo virðist sem mannréttindaráð borgarinnar hafi fengið það hlutverk að hafa uppi á þeim sem ekki geðjast samkynhneigt líferni og hindra að þeir njóti góðs af sumu því sem stendur borgurunum til boða eins og t.d. litla byggingarstyrknum sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað okkur. Samtök samkynhneigðra töldu fyrir nokkrum áratugum að þeir úr þeirra hópi sem vildu lifa eftir hneigð sinni væru beittir misrétti af gagnkynhneigðum. Nú virðist dæmið hafa snúist við: Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti. Hvar er umburðarlyndið, er það bara í aðra áttina? Má núorðið beita þá misrétti sem ekki eru með rétta skoðun? Er skoðanafrelsið fyrir bí? Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar