Lífið

Hafði ekki hugmynd um hver þetta væri og auglýsti eftir honum á Twitter

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fín mynd af þeim félögunum.
Fín mynd af þeim félögunum.
Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1973 og hefur hann verið heimsfrægur síðan.

Cave hefur gert garðinn frægan með bandinu Nick Cave and the Bad Seeds sem var stofnað árið 1983.

Svo virðist sem frægð hans sé aðeins að dala ef marka má einn ungan dreng að nafni James Malcolm frá Nýja-Sjálandi.

Malcolm hitti Cave á flugvelli og tók eftir því að fólk í kringum hann væri að biðja rokkstjörnuna um sjálfur með sér hvað eftir annað.

Malcolm vildi ekki vera neitt öðruvísi en aðrir og fékk að sjálfsögðu mynd af sér með Nick Cave. Drengurinn setti myndina inn á Twitter og spurði einfaldlega hver í ósköpunum þetta væri?

Tístið vakti mikla athygli og stóð ekki á svörunum. Mörg svörin voru frábær eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×