Erlent

Hættir internetið á morgun, þann 8. júní?

Eigendur elstu tölvutækjanna gætu þurft að huga að þvi að festa kaup á einhverju nýrra.
Eigendur elstu tölvutækjanna gætu þurft að huga að þvi að festa kaup á einhverju nýrra. Mynd/ ap
Sökum skorts á svokölluðum IP tölum, sem eru nauðsynlegar til að gera internettengingu mögulega, mun Google ásamt fleiri internetfyrirtækjum kveikja á nýju kerfi á morgun en það gæti leitt til þess að þeir sem eiga gamlar tölvur nái hreinlega ekki að tengjast netinu.

Þeir sem sitja aftarlega á tæknihestinum þurfa þó ekki að örvænta því hér er aðeins um að ræða 24 klukkustunda prufukeyrslu.

Hver einasta tölva, módem og snjallsími sem tengist internetinu hefur svokallaða Internet Protocol (IP) tölu, sem gerir nettengingu mögulega. Þetta kerfi var skapað árið 1977 og inniheldur það 32 bita númer sem skapaði heila 4,3 milljarða mögulegra IP-talnasamsetninga, sem þótti óþrjótandi lind á þeim tíma. Nú eru hinsvegar afar fáar IP tölur eftir en nýtt kerfi mun vera tekið í gagnið á næstu árum með 128 bita númerum í stað þeirra 32 bita sem nú eru notuð.

Breytingin mun að öllum líkindum ganga vel fyrir sig, þar sem allar nema elstu tölvur og símar ráða við nýju töluromsuna. Hins vegar kann það að vera að þeir sem eru með gömul DSL eða kapalmódem muni annað hvort enda í töf eða hreinlega aldrei tengjast netinu. Þeir sem vilja athuga hvar tölvan sín stendur geta gert það á þessari síðu: http://test-ipv6.com/





Sökum skorts á svokölluðum IP tölum, sem eru nauðsynlegar til að gera internettengingu mögulega, mun Google ásamt fleiri internetfyrirtækjum kveikja á nýju kerfi á morgun en það gæti leitt til þess að þeir sem eiga gamlar tölvur nái hreinlega ekki að tengjast netinu.

Hver einasta tölva, módem og snjallsími sem tengist internetinu hefur svokallað Internet Protocol (IP) númer, sem gerir nettengingu mögulega. Þetta númerakerfi var skapað árið 1977 og inniheldur það 32 tölustafi sem skapaði heila 4,3 milljarða mögulegra IP-talnasamsetninga, sem þótti á þeim tíma óþrjótandi lind númera.

Nú eru hinsvegar afar fáar tölur eftir. Undanfarin ár hafa veffyrirtæki unnið að sköpun nýrra númera sem innihalda 128 tölustafi og verður þetta nýja kerfi prófað í fyrsta sinn á morgun, þann 8. júní, þegar Google og fleiri fyrirtæki munu kveikja á nýju númerunum í 24 klukkustundir.

Breytingin mun að öllum líkindum ganga vel fyrir sig, þar sem allar nema elstu tölvur og símar ráði við nýju töluromsuna. Hins vegar kann það að vera að þeir sem eru með gömul DSL eða kapalmódem muni annað hvort enda í töf eða hreinlega aldrei tengjast netinu.

Þeir sem sitja aftarlega á tæknihestinum þurfa þó ekki að örvænta því í nokkur ár til viðbótar munu internetfyrirtæki ganga á báðum númerunum en þó má búast við því að slíkt tvöfalt álag geti hægt á allri internettengingu, óháð aldri tölva, sem gæti hugsanlega reynt á þolinmæði þeirra tæknivæddari.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×