Hættið að rífast innbyrðis, horfið fram á veginn og verið glöð Helga Arnardóttir skrifar 12. apríl 2011 19:35 Forstöðumaður greiningardeildar Danske bank sem varð þekktur fyrir að spá fjárhagslegri kreppu hér á landi árið 2006 segir efnahagslífið nú vera í miklum bata og hvetur Íslendinga til að dvelja ekki í fortíðinni og horfa fram á veginn. Christensen greindi frá nýrri spá Danske Bank á Nordica hóteli í dag og var fundurinn á vegum VÍB. „Efnahagsbatinn er hafinn á Íslandi, burtséð frá Icesave. Ég tel að betri tímar séu fram undan hvað varðar stöðu efnhagsmála," sagði Christensen í dag. Hann segir að hagvöxturinn á Íslandi aukist um 3-5 % á næstu þremur árum, verðbólgan verður undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og forsendur eru fyrir því að krónan styrkist um 25 % á næstu þremur árum. Þá mun einkaneysla hér á landi aukast um þrjú prósent en hægar næstu árin. Laun hækka um fjögur prósent en atvinnuleysið hins vegar helst að hans mati óbreytt eða um 10 % næstu þrjú árin. Í svartri skýrslu Danske Bank árið 2006 varaði Lars Christensen við ofhitnun æu íslenska bankakerfinu, of mikilli skuldsetningu íslenskra heimila og hárri verðbólgu. Við gagnrýni Christensens var harkalega brugðist á Íslandi. Greiningardeildir bankanna gerðu lítið úr ábendingum Danske bank og sögðu þær hrakspár. Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Kaupþings sagði skýrsluna morandi í rangfærslum og villtum fantasíum Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans sagði hana út úr kortinu. Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson sagði skrifin illa grunduð og í þeim væru rangfærslur. Raunar sagði Christensen þetta um stjórn Seðlabankans fyrir hrun. „Mamma sagði alltaf við mig: „Ekki eyða meiri peningum en þú átt." Þetta er mömmuhagfræðin. Ef mamma hefði verið seðlabankastjóri á Íslandi 2006 hefði engin kreppa orðið í þessu landi, það get ég sagt ykkur." Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor sagði þetta við skýrslu Danske bank: „Ég held að Danirnir hafi nú eitthvað verið að flýta sér og dregið helst til stórkarlalegar ályktanir." Og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra velti því fyrir sér hvort sjálfsmynd Dana hefði eitthvað rispast eftir að Íslendingar fóru að fjárfesta í Danmörku. Danske bank telur niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki hafa veruleg áhrif á endurreisnina þó hún auki vissulega óvissuna. Hann hins vegar gagnrýndi málflutning forseta Íslands sem var í viðtali hjá Bloomberg í gær. Hann telur brýnt að íslensk stjórnvöld greini rétt frá gangi mála og það hjálpi ekki Íslendingum að gera lítið úr matsfyrirtækjum á alþjóðavettvangi. Ég held að breyta þyrfti því viðhorfi sem beinist að alþjóðlegum fjárfestum og fjármagnsmörkuðum og taka upp hógværari, gegnsærri og opnari nálgun í stað fjandsamlegrar nálgunar. Ég held að það sé kominn tími til að halda lífinu áfram og horfa fram á veginn í stað þess að horfa um öxl," sagði Christensen. „Og svo hef ég eina bón til ykkar allra: Hættið að rífast innbyrðis, horfið fram á veginn og verið glöð. Vorið er að koma. Við verðum að vera jákvæðari og bjartsýnni. Þakka ykkur fyrir." Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira
Forstöðumaður greiningardeildar Danske bank sem varð þekktur fyrir að spá fjárhagslegri kreppu hér á landi árið 2006 segir efnahagslífið nú vera í miklum bata og hvetur Íslendinga til að dvelja ekki í fortíðinni og horfa fram á veginn. Christensen greindi frá nýrri spá Danske Bank á Nordica hóteli í dag og var fundurinn á vegum VÍB. „Efnahagsbatinn er hafinn á Íslandi, burtséð frá Icesave. Ég tel að betri tímar séu fram undan hvað varðar stöðu efnhagsmála," sagði Christensen í dag. Hann segir að hagvöxturinn á Íslandi aukist um 3-5 % á næstu þremur árum, verðbólgan verður undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans og forsendur eru fyrir því að krónan styrkist um 25 % á næstu þremur árum. Þá mun einkaneysla hér á landi aukast um þrjú prósent en hægar næstu árin. Laun hækka um fjögur prósent en atvinnuleysið hins vegar helst að hans mati óbreytt eða um 10 % næstu þrjú árin. Í svartri skýrslu Danske Bank árið 2006 varaði Lars Christensen við ofhitnun æu íslenska bankakerfinu, of mikilli skuldsetningu íslenskra heimila og hárri verðbólgu. Við gagnrýni Christensens var harkalega brugðist á Íslandi. Greiningardeildir bankanna gerðu lítið úr ábendingum Danske bank og sögðu þær hrakspár. Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Kaupþings sagði skýrsluna morandi í rangfærslum og villtum fantasíum Edda Rós Karlsdóttir hjá greiningardeild Landsbankans sagði hana út úr kortinu. Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson sagði skrifin illa grunduð og í þeim væru rangfærslur. Raunar sagði Christensen þetta um stjórn Seðlabankans fyrir hrun. „Mamma sagði alltaf við mig: „Ekki eyða meiri peningum en þú átt." Þetta er mömmuhagfræðin. Ef mamma hefði verið seðlabankastjóri á Íslandi 2006 hefði engin kreppa orðið í þessu landi, það get ég sagt ykkur." Gylfi Magnússon hagfræðiprófessor sagði þetta við skýrslu Danske bank: „Ég held að Danirnir hafi nú eitthvað verið að flýta sér og dregið helst til stórkarlalegar ályktanir." Og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra velti því fyrir sér hvort sjálfsmynd Dana hefði eitthvað rispast eftir að Íslendingar fóru að fjárfesta í Danmörku. Danske bank telur niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar ekki hafa veruleg áhrif á endurreisnina þó hún auki vissulega óvissuna. Hann hins vegar gagnrýndi málflutning forseta Íslands sem var í viðtali hjá Bloomberg í gær. Hann telur brýnt að íslensk stjórnvöld greini rétt frá gangi mála og það hjálpi ekki Íslendingum að gera lítið úr matsfyrirtækjum á alþjóðavettvangi. Ég held að breyta þyrfti því viðhorfi sem beinist að alþjóðlegum fjárfestum og fjármagnsmörkuðum og taka upp hógværari, gegnsærri og opnari nálgun í stað fjandsamlegrar nálgunar. Ég held að það sé kominn tími til að halda lífinu áfram og horfa fram á veginn í stað þess að horfa um öxl," sagði Christensen. „Og svo hef ég eina bón til ykkar allra: Hættið að rífast innbyrðis, horfið fram á veginn og verið glöð. Vorið er að koma. Við verðum að vera jákvæðari og bjartsýnni. Þakka ykkur fyrir."
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Sjá meira